„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 18:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. Vísir/vilhelm Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15