Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. janúar 2019 20:00 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“ Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.To anyone who knows Louis CK, please deliver this message for me. My daughter was killed in the Parkland shooting. My son ran from the bullets. My wife and I deal with loss everyday. Why don't you come to my house and try out your new pathetic jokes? https://t.co/tZI9ThSciR — Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) December 31, 2018It’s a shame when you sink so low that your comeback plan is to make fun of school shooting survivors for speaking out. — Ryan Deitsch (@Ryan_Deitsch) December 31, 2018Louis C.K, although taking jello shots & eating mushrooms might have been ideal for you when you were 18, that is not the luxury that we have after having to see our friends and classmates in caskets because of preventable gun violence. https://t.co/Hx5cGoxOPn — Kyra Parrow (@longlivekcx) December 31, 2018 Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“ Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.To anyone who knows Louis CK, please deliver this message for me. My daughter was killed in the Parkland shooting. My son ran from the bullets. My wife and I deal with loss everyday. Why don't you come to my house and try out your new pathetic jokes? https://t.co/tZI9ThSciR — Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) December 31, 2018It’s a shame when you sink so low that your comeback plan is to make fun of school shooting survivors for speaking out. — Ryan Deitsch (@Ryan_Deitsch) December 31, 2018Louis C.K, although taking jello shots & eating mushrooms might have been ideal for you when you were 18, that is not the luxury that we have after having to see our friends and classmates in caskets because of preventable gun violence. https://t.co/Hx5cGoxOPn — Kyra Parrow (@longlivekcx) December 31, 2018
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51