Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 19:47 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“ MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar. Louis baðst afsökunar í dag en New York Times fjallaði í gær um ásakanir fimm kvenna á hendur grínistans um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO sleit í dag samstarfi sínu við Louis í kjölfar ásakananna og hefur fjarlægt þætti hans úr streimisveitu sinni. „Þessar sögur eru sannar. Á þessum tíma, sagði ég sjálfum mér að það sem ég gerði væri í lagi þar sem ég hafi aldrei sýnt konu kynfæri mín án þess að spyrja fyrst, sem er líka satt. Það sem ég hef lært seinna í lífinu, of seint, er að þegar þú hefur vald yfir annarri manneskju, er það að biðja viðkomandi að horfa á kynfæri þitt ekki spurning.“ Segist hann hafa misnotað vald sitt yfir þessum konum. „Ég hef séð eftir gjörðum mínum. Og ég hef reynt að læra af þeim. Og flýja frá þeim. Nú er ég meðvitaður um hversu djúp áhrif þetta hafði. Ég komst að því í gær hvernig þetta lét konunum sem litu upp til mín líða illa og gerði þær varkárar í kringum menn sem hefðu aldrei sett þær í þessar aðstæður. Ég nýtti mér þá staðreynd að ég var dáður í mínu samfélagi og þeirra, sem kom í veg fyrir að þær sögðu frá.“ Hann segir einnig að þær sem sögðu frá hafi átt erfitt með það þar sem fólk sem leit upp til hans vildi ekki hlusta. „Ég fyrirgef mér ekki fyrir neitt af þessu.“ Ásakanirnar á hendur C.K. koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Var hann meðal annars sakaður um að afklæða sig fyrir framan konurnar og einnig stunda sjálfsfróun fyrir framan einhverjar þeirra. Louis segir í tilkynningunni sem hann sendi frá sér í kvöld að hann sé miður sín yfir því sem hann hafi valdið þessum konum. Hann bað einnig FX network, The Orchard framleiðsluverið og leikara og starfsfólk kvikmyndarinnar „I Love You Daddy.“ Sýningu á kvikmyndinni hefur verið frestað í kjölfar ásakana í garð Louis C.K. en hann bæði skrifar og leikstýrir myndinni ásamt því að leika í henni sjálfur. Frumsýna átti myndina í gær. Hann segist hafa eytt ferlinum sínum í að segja það sem hann vildi en ætli nú að taka eitt skref til baka og gefa sér tíma til að hlusta. „Ég hef sært fjölskyldu mína, vini mína, börnin mín og móður þeirra.“
MeToo Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Sjá meira
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49