Fyrsta stóra prófið í undirbúningnum Hjörvar Ólafsson skrifar 3. janúar 2019 08:15 Aron Pálmarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta þegar liðið mætir Noregi í æfingaleik ytra síðdegis í dag. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Noregi í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer á norskri grundu næstu daga. Þetta verður mun meiri prófsteinn á liðið en fyrstu æfingaleikir liðsins í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Þýskalandi og Danmörku eftir rúma viku. Guðmundur Þórður Guðmundsson fór með 17 leikmenn til Noregs í leikina; gegn Noregi sem leikinn verður klukkan 17.15 að íslenskum tíma í dag, síðan Brasilíu og Hollandi. Ísland leikur við Brasilíu á laugardaginn og Erling Richardsson og lærisveina hans í hollenska liðinu á sunnudaginn kemur. Arnar Freyr Arnarsson mun ekki leika með íslenska liðinu í þessum leikjum vegna meiðsla á nefi og Stefán Rafn Sigurmannsson ferðaðist ekki með liðinu til Noregs vegna veikinda sinna. Heimir Óli Heimisson kemur inn í íslenska hópinn í stað Arnars Freys, en Guðjón Valur Sigurðsson verður eini hreinræktaði vinstri hornamaðurinn í hópnum í þessum leikjum. Þá kemur Ágúst Elí Björgvinsson inn í markvarðasveit íslenska liðsins frá stórsigrunum gegn Aroni Kristjánssyni og liðsmönnum hans hjá Barein milli jóla og nýárs. Arnar Birkir Hálfdánarson, Haukur Þrastarson, Ágúst Birgisson og Óðinn Þór Ríkharðsson sem léku með liðinu gegn Barein munu ekki vera í leikmannhópnum að þessu sinni, en þó kemur enn til greina að þeir verði kallaðir inn í leikmannahópinn þegar liðið heldur til München og hefur leik á heimsmeistaramótinu. Þar verða Króatar fyrstu andstæðingar íslenska liðsins í riðlakeppni mótsins, en leikur liðanna fer fram föstudaginn 11. janúar. Ísland er svo með Spánverjum, Makedóníu, Barein og Japan, sem Dagur Sigurðsson stýrir, í riðli á mótinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Noregi í fjögurra liða æfingamóti sem fram fer á norskri grundu næstu daga. Þetta verður mun meiri prófsteinn á liðið en fyrstu æfingaleikir liðsins í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Þýskalandi og Danmörku eftir rúma viku. Guðmundur Þórður Guðmundsson fór með 17 leikmenn til Noregs í leikina; gegn Noregi sem leikinn verður klukkan 17.15 að íslenskum tíma í dag, síðan Brasilíu og Hollandi. Ísland leikur við Brasilíu á laugardaginn og Erling Richardsson og lærisveina hans í hollenska liðinu á sunnudaginn kemur. Arnar Freyr Arnarsson mun ekki leika með íslenska liðinu í þessum leikjum vegna meiðsla á nefi og Stefán Rafn Sigurmannsson ferðaðist ekki með liðinu til Noregs vegna veikinda sinna. Heimir Óli Heimisson kemur inn í íslenska hópinn í stað Arnars Freys, en Guðjón Valur Sigurðsson verður eini hreinræktaði vinstri hornamaðurinn í hópnum í þessum leikjum. Þá kemur Ágúst Elí Björgvinsson inn í markvarðasveit íslenska liðsins frá stórsigrunum gegn Aroni Kristjánssyni og liðsmönnum hans hjá Barein milli jóla og nýárs. Arnar Birkir Hálfdánarson, Haukur Þrastarson, Ágúst Birgisson og Óðinn Þór Ríkharðsson sem léku með liðinu gegn Barein munu ekki vera í leikmannhópnum að þessu sinni, en þó kemur enn til greina að þeir verði kallaðir inn í leikmannahópinn þegar liðið heldur til München og hefur leik á heimsmeistaramótinu. Þar verða Króatar fyrstu andstæðingar íslenska liðsins í riðlakeppni mótsins, en leikur liðanna fer fram föstudaginn 11. janúar. Ísland er svo með Spánverjum, Makedóníu, Barein og Japan, sem Dagur Sigurðsson stýrir, í riðli á mótinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Sjá meira