Starfsfólk Landspítalans afvopnaði ósáttan hnífamann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2019 17:55 Landspítalinn við Hringbraut. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi. Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn. RÚV greindi fyrst frá. Maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag í Héraðsdómi Reykjavíkur til 26. janúar næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. Er maðurinn grunaður um íkveikju og vopnalagabrot með því að hafa hellt bensíni í pönnu og pott á dvalarstað hans og borið eld að með þeim afleiðingum að kviknaði í. Lögreglu barst tilkynningu frá manninum sjálfum um eldinn en þegar lögregla kom á vettvang var mikill reykur í húsnæðinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið ör, með sviðin andlitshár og svartur af sóti er lögreglu bar að garði. Var hann handtekinn grunaður um íkveikju auk þess sem að á honum fannst heimatilbúinn hnífur. Þá er hann einnig grunaður um tilraun til sérlegrar hættulegrar líkamsárasar er hann var í viðtali á Landspítalanum við Hringbraut. Réðst hann á starfsmann spítalans, meinaðu honum útgöngu úr viðtalsherberginu og dró sem fyrr segir upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Svo virðist sem að maðurinn hafi verið ósáttur við það mat starfsmannsinns að leggja ætti manninn inn á deild sökum annarlegs ástand hans. Þurfti starfsmaðurinn og samstarfsfólk hans að yfirbuga og afvopna manninn áður en lögregla kom á vettvang og handtók manninn. Maðurinn er einnig grunaður um fjölmörg önnur brot og í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhald á hendur manninnum segir lögreglustjóri að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda brotastarfsmemi sinni áfram verði hann frjáls ferða sinna. Undir rök lögreglustjóra tóku bæði héraðsdómur og Landsréttur og var maðurinn því úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. janúar næstkomandi.
Dómsmál Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira