Neysla unglinga á orkudrykkjum mest á Akureyri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 10:15 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún. Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún.
Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira