150 milljónir fram úr áætlun við Fiskiðjuna í Eyjum Sighvatur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 13:45 Umrædd Fiskiðja í Eyjum. Eyjar.net Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér. Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Heildarkostnaður framkvæmda Vestmannaeyjabæjar við Fiskiðjuna er ríflega sex hundruð milljónir króna. Þar af eru framkvæmdir utanhúss komnar um 150 milljónum króna fram úr upphaflegum áætlunum. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir að rík ástæða sé til að skoða framkvæmdirnar ofan í kjölinn. Framkvæmdirnar við Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum felast í því að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í atvinnuhúsnæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá verður endurnýjað fiska- og náttúrugripasafn á fyrstu hæð hússins ásamt hvalasafni sem verður rekið í samstarfið við fyrirtækið Merlin.Vefmiðilinn Eyjar.net hefur fjallað um kostnað við framkvæmdirnar. Haft er eftir framkvæmdastjóra umhverifs- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyja að heildarkostnaður sé kominn yfir sex hundruð milljónir króna. Þar af er kostnaður vegna framkvæmda utanhúss og frágangs lóðar um 326 milljónir króna, ríflega 150 milljónum meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Njáll RagnarssonVísirFyrir rúmum tveimur árum var rætt um upphæðir framkvæmdanna á fundi framkvæmda og hafnarráðs. Þá bókaði fulltrúi Eyjalistans að kostnaður vegna framkvæmda utanhúss stefni í að verða 300 milljónir, þrátt fyrir upphaflegar áætlanir upp á 158 milljónir. Málið snýst um framkvæmdir á þremur hæðum hússins en töluverð vinna er enn eftir við þriðju hæðina. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Eyjalistans, segir að framkvæmdir hjá ríki og sveitarfélögum hafi tilhneigingu til að fara fram úr fjárhagsáætlunum. Framúrkeyrsla upp á ríflega hundrað milljónir vegna framkvæmda utanhúss sé allt of mikil. „Ég tel að þarna sé komin rík ástæða til að skoða þessa framkvæmd ofan í kjölinn, athuga hvað hefur brugðist. Hvort það sé í áætlanagerð eða hvort það skýrist af kostnaðarþáttum sem ekki var gert ráð fyrir upphaflega. Mín skoðun er sú að við þurfum að fara yfir þetta mál frá A til Ö og komast að því hvað hefur brugðist og hvernig við getum lagað verkferla hjá okkur þannig að svona endurtaki sig ekki,“ segir Njáll. Ekki náðist í Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 10. janúarÓlafur Snorrason segir framúrkeyrsluna nema 56 milljónum. Nánar hér.
Sjávarútvegur Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira