Bretland úr EES Michael Nevin skrifar 21. desember 2018 07:00 Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun