Hundruð lögreglumanna leita árásarmannsins í Strassborg Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 12. desember 2018 07:14 Lögreglumaður gætir vettvangs við jólamarkaðinn á Kléber-torgi þar sem voðaverkið var framið. Vísir/EPA Mikil leit er nú gerð að byssumanni sem skaut á fólk á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. Lögreglan telur sig vita hver þarna var að verki en hann myrti þrjá og særði tólf á markaðnum áður en honum tókst að flýja eftir skotbardaga við hermenn og lögreglu. Talið er að maðurinn sé særður. Innanríkisráðherra Frakka, Christophe Castaner, segir að eftirlit hafi verið hert til muna á landamærum Frakklands og að löggæsluyfirvöld séu á hæsta viðbúnaðarstigi. Þá hefur öryggi á jólamörkuðum, sem eru í flestum bæjum og borgum landsins, verið hert til muna. Sex þeirra sem særðust í árásinni á Kléber-torgi gærkvöldi eru sagðir í alvarlegu ástandi. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann er sagður tuttugu og níu ára gamall innfæddur íbúi í Strassborg sem lögregla hafði þegar undir eftirliti, vegna gruns um að áforma hryðjuverk. Fyrr um daginn hafði maðurinn flúið þegar lögregla kom heim til hans til að gera húsleit vegna ráns sem framið var í borginni. Handsprengjur fundust í íbúð hans. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni að morðingjanum. Ekki er vitað hvað honum gekk til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frakkland Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í Strassborg Skothvellir heyrðust nærri jólamarkaði. 11. desember 2018 20:22 Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11. desember 2018 22:08 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Mikil leit er nú gerð að byssumanni sem skaut á fólk á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. Lögreglan telur sig vita hver þarna var að verki en hann myrti þrjá og særði tólf á markaðnum áður en honum tókst að flýja eftir skotbardaga við hermenn og lögreglu. Talið er að maðurinn sé særður. Innanríkisráðherra Frakka, Christophe Castaner, segir að eftirlit hafi verið hert til muna á landamærum Frakklands og að löggæsluyfirvöld séu á hæsta viðbúnaðarstigi. Þá hefur öryggi á jólamörkuðum, sem eru í flestum bæjum og borgum landsins, verið hert til muna. Sex þeirra sem særðust í árásinni á Kléber-torgi gærkvöldi eru sagðir í alvarlegu ástandi. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann er sagður tuttugu og níu ára gamall innfæddur íbúi í Strassborg sem lögregla hafði þegar undir eftirliti, vegna gruns um að áforma hryðjuverk. Fyrr um daginn hafði maðurinn flúið þegar lögregla kom heim til hans til að gera húsleit vegna ráns sem framið var í borginni. Handsprengjur fundust í íbúð hans. Hundruð lögreglumanna taka þátt í leitinni að morðingjanum. Ekki er vitað hvað honum gekk til, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Frakkland Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í Strassborg Skothvellir heyrðust nærri jólamarkaði. 11. desember 2018 20:22 Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11. desember 2018 22:08 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Nokkrir særðir eftir skotárás í Strassborg Skothvellir heyrðust nærri jólamarkaði. 11. desember 2018 20:22
Tveir látnir og tíu særðir í skotárás í Strassborg Lögreglan hefur borið kennsl á árásarmanninn en hann gengur enn laus. 11. desember 2018 22:08