Veigra sér við að fara til læknis vegna fjárskorts Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Margir virðast fresta læknisheimsóknum vegna þess að þeir hafi einfaldlega ekki efni á því. Fréttablaðið/Auðunn Fjörutíu prósent félagsmanna í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Fjórðungur félagsmanna hefur hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Eining Iðja er stærsta stéttarfélagið á Norðurlandi. Félagssvæði þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjallabyggð í vestri til Grýtubakkahrepps í austri. Í yfirstandandi kjaraviðræðum leggja verkalýðsfélög áherslu á að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ var jafnframt samþykkt sú stefna að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og tryggja að allir hafi aðgang að öflugri heilsugæslu í heimabyggð og aðgang að lyfjum. Af niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sést marktækur munur á svörum eftir aldri. Yngra fólk er líklegra til að hafa ekki efni á læknisheimsóknum, að taka út lyf í apótekum eða að fara til tannlæknis. Ungt fólk á barneignaraldri frestar þessu marktækt oftar en aðrir. „Þetta er auðvitað innlegg í þær kjaraviðræður sem við erum í núna. Það er sláandi að sjá að fjórðungur félagsmanna okkar frestar því að fara til læknis og því er þetta eitt af þeim atriðum sem við verðum að tryggja félagsmönnum okkar í komandi kjaraviðræðum, það er aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“ segir Björn. „Það kom okkur líka töluvert á óvart að sjá að unga fólkið á í hvað mestum erfiðleikum með þetta og virðist forgangsraða hlutunum á þennan hátt sem er auðvitað bagalegt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld muni á valdatíma sínum draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Getty Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Fjörutíu prósent félagsmanna í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju hafa á síðustu tólf mánuðum frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Fjórðungur félagsmanna hefur hætt við að fara til læknis af sömu ástæðum. „Þetta eru nokkuð sláandi niðurstöður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Eining Iðja er stærsta stéttarfélagið á Norðurlandi. Félagssvæði þess er í Eyjafirði og liggur frá Fjallabyggð í vestri til Grýtubakkahrepps í austri. Í yfirstandandi kjaraviðræðum leggja verkalýðsfélög áherslu á að tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu fyrir félaga sína. Á síðasta þingi ASÍ var jafnframt samþykkt sú stefna að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og tryggja að allir hafi aðgang að öflugri heilsugæslu í heimabyggð og aðgang að lyfjum. Af niðurstöðum könnunar meðal félagsmanna sést marktækur munur á svörum eftir aldri. Yngra fólk er líklegra til að hafa ekki efni á læknisheimsóknum, að taka út lyf í apótekum eða að fara til tannlæknis. Ungt fólk á barneignaraldri frestar þessu marktækt oftar en aðrir. „Þetta er auðvitað innlegg í þær kjaraviðræður sem við erum í núna. Það er sláandi að sjá að fjórðungur félagsmanna okkar frestar því að fara til læknis og því er þetta eitt af þeim atriðum sem við verðum að tryggja félagsmönnum okkar í komandi kjaraviðræðum, það er aðgangur að heilbrigðisþjónustu,“ segir Björn. „Það kom okkur líka töluvert á óvart að sjá að unga fólkið á í hvað mestum erfiðleikum með þetta og virðist forgangsraða hlutunum á þennan hátt sem er auðvitað bagalegt.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stjórnvöld muni á valdatíma sínum draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Mynd/Getty
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira