Sendiherra til sölu Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Opinber embætti ættu að vera skipuð hæfasta aðila hverju sinni. Þegar um er að ræða embætti sendiherra Íslands til erlendra ríkja er fýsilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnmálum og alþjóðasamskiptum. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar búa þannig yfir ákveðinni hæfni sem gæti reynst vel í slíkum embættum. Aftur á móti ætti utanríkisráðherra aldrei að skipa aðila í embætti í þeim skilningi að hann sjálfur yrði launaður seinna með eigin sendiherratign. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, skipaði Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum árið 2014. Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins líkt og mörgum er kunnugt um. Nýverið birtist upptaka af Gunnari Braga þar sem hann segir: „Ég átti fund með Bjarna [Benediktssyni] í fjármálaráðuneytinu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda.““ Gunnar Bragi virðir traust kjósenda að vettugi. Þingmaðurinn tók umboðið sem þjóðin veitti honum og nýtti sér það til þess að tryggja sjálfum sér eftirsótta og hálaunaða vinnu að loknum stjórnmálaferli sínum. Slík spilling á ekki að viðgangast hérlendis. Vinnubrögðin draga í efa allar þær ákvarðanir sem þingmaðurinn tók sem utanríkisráðherra og raunverulegu ástæðurnar á bak við þær. Gunnar Bragi hefur rýrt traust almennings á stjórnmálum og ætti að biðjast afsökunar og segja af sér hið snarasta. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var skipaður sendiherra og Gunnar Bragi viðurkennir að hann hafi farið á fund núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og gert grein fyrir því að honum þætti „sanngjarnt“ að horft væri til svipaðra hluta þegar hann þyrfti á því að halda. Hverju svaraði formaður Sjálfstæðisflokksins? Harðneitaði hann að spila með heiðarleika íslenskra stjórnvalda og ef svo, hvers vegna skipaði Gunnar Bragi Geir sendiherra hvort sem er? Eða leist formanni Sjálfstæðisflokksins vel á fyrirkomulagið? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, tók undir orð Gunnars Braga og sagði að Bjarni Benediktsson hefði „fallist á það að ef þetta gengi eftir, þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum“. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að fara ofan í saumana á skipun sendiherra síðustu ár. Embætti sendiherra eru of mikilvæg fyrir utanríkisþjónustu þjóðarinnar til þess að vera keypt og seld í bakherbergjum.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar