Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:52 Michael Flynn laug að FBI um samskipti sem hann átti við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Hann sagði af sér og játaði síðar á sig sök. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta en hann játaði við yfirheyrslur að hafa logið að alríkislögreglunni. Slíkir lygar eru litnir alvarlegum augum en þrátt fyrir það mun Mueller ekki krefjast þungrar refsingar yfir honum. Í minnisblaði sem lekið var til fjölmiðla vestanhafs segir saksóknarinn að Flynn hafi útvegað rannsóknarnefndinni gagnlegar upplýsingar um möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trumps og rússneskra erindreka. Þrátt fyrir að aðeins hluti minniblaðsins sé orðinn opinber telur breska ríkisútvarpið það engu að síður benda til þess að fleiri uppljóstranir séu í vændum sem gætu komið Bandaríkjaforseta illa.Hér má sjá brot úr minnisblaðinu sem gert hefur verið opinbert. Eins og sést er búið að strika yfir stóran hluta þess, sem talinn er innihalda viðkvæmar upplýsingar.Trump hefur dregið réttmæti rannsóknarinnar í efa og sagt hana minna á nornaveiðar. Hann hefur ætíð þvertekið fyrir að nokkur tengsl hafi verið milli kosningaliðs hans og rússneskra stjórnvalda, sem eiga að hafa aðstoðað Trump við að landa sigri í forsetakosningunum árið 2016. Minnisblaðið er ætlað dómaranum sem mun ákvarða örlög Flynn þann 18. desember næstkomandi. Í því segir að Flynn hafi rétt hjálparhönd og útvegað upplýsingar fyrir marga anga rannsóknarinnar, þar með talið um samstarf rússneskra stjórnvalda og kosningaliðsins. Þrátt fyrir að fjöldi einstaklinga hafi verið ákærðir í tengslum við rannsókn Muellers er Flynn sá eini sem hefur gengist við brotum sínum. Þá hefur hann einnig viðurkennt að hafa rætt við sendiherra Rússlands í Washington um að afnema viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gegn Rússum þegar Trump tæki við embætti. Hann átti síðar eftir að segja varaforseta Bandaríkjanna ósatt um efni og eðli samtalsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Örlagavaldur í rannsókninni á Trump á ráðstefnu í Hörpu Sergei Kislyak, fyrrverandi sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, er í hringiðu rannsóknar á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Hann tekur þátt í umræðum á Arctic Circle á morgun. 18. október 2018 09:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00