Stríð og friður í Evrópu frá fyrri hluta 17. aldar Ingimundur Gíslason skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun trúarbragðastyrjöld á milli mótmælenda og kaþólskra í Þýskalandi og víðar, en snérist á endanum upp í afmarkaða og hefðbundna landvinninga konunga og fursta. Þessi styrjöld olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu manntjóni í viðkomandi löndum eins og til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi. Friður kenndur við bæina Münster og Osnabrück í Vestfalíu í Þýskalandi var saminn árið 1648. Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrjaldir stórar og smáar geisað í álfunni nær sleitulaust og raðast upp eins og blóðsvartar perlur á bandi. En ef frátalin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt stríð með þátttöku Rússa má þó segja að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í 73 ár. Er það lengsta friðartímabil og um leið tímabil framfara og hagsældar í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648. Sé litið á söguna getur Evrópa greinilega verið jarðvegur tíðra átaka og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta langtíma friðartímabil er því raunveruleg nýjung í sögu álfunnar. Og hverju er það að þakka? Samtökum þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru einnig önnur öfl að verki s.s. þjóðfélagsbreytingar í heiminum öllum sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri en áður. Aðildarþjóðum NATO hefur með samheldni sinni tekist að verja landamæri aðildarríkjanna frá stofnun bandalagsins árið 1949. En það er Evrópusambandið, ESB, sem á mestan heiður af því að viðhalda samheldni og efnahagsframförum í Evrópuríkjum undanfarna áratugi og með þeim hætti stuðlað að friði og stöðugleika. Og það gleymist alltof oft að ESB er að grunni til friðarbandalag. Árið 1951 undirrituðu utanríkisráðherrar nokkurra Evrópuríkja: Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hollands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu sem varð upphaf Evrópska kola- og stálbandalagsins. Það varð síðar undanfari Evrópusambandsins eins og við þekkjum það í dag. Helsti hvatamaður þessa var utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman. Markmiðið með samkomulagi þessara ráðamanna var að forða Evrópu frá áframhaldandi stríðsrekstri í framtíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði þjóðir álfunnar fram að þeim tíma. Þeir töldu að besta leiðin til að ná þessu markmiði væri náin samvinna og frelsi á sviði verslunar og þjónustu. Á Íslandi er í allri umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hins vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaðurinn spyr sig aldrei „Hvað getum við sem þjóð lagt af mörkum?“ Fyrsta janúar 2016 var heildaríbúafjöldi landa Evrópusambandsins 510,1 milljón eða um það bil 6,9 prósent af íbúafjölda heimsins. Það er reiknað með að þetta hlutfall lækki á næstu áratugum. Þess vegna er mikilvægt að Evrópuþjóðir standi þétt saman og láti ekki sundrungaröfl ýmiss konar veikja eða beinlínis eyðileggja samstarfið. Pútín, forseti Rússlands, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi eru iðnir við að grafa undan alþjóðastofnunum ýmiss konar, oft undir formerkjum þjóðernisstefnu og lýðskrums. Þeir beina spjótum sínum sérstaklega að Evrópusambandinu með lúmskum áróðri og lygum. Íslendingar, sem eru fámennir, verða að átta sig á því hvar þeim er best borgið í ölduróti heimsmálanna. Það er örugglega ekki í faðmi einstakra lýðskrumara – í félagsskap manna og kvenna eins og Trumps, Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri og fleiri og fleiri.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun