Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar 17. nóvember 2024 20:31 Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Lilja Dögg hefur verið gríðarlega öflugur ráðherra og komið afar mörgum mikilvægum málum til leiðar. Hún hefur verið ötull verndari íslenskunnar og t.a.m. staðið fyrir því að snjalltæki og ChatGPT geta nú skilið íslensku og beitt sér fyrir því að Disney+ býður nú upp á talsett barnaefni á íslensku. Sem ráðherra menningarmála hefur Lilja Dögg verið einstaklega kröftug og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt hversu vel hún hefur unnið með listasamfélaginu öllu og hagaðilum við að tryggja að fagmennska sé höfð að leiðarljósi við vinnslu þeirra mála sem hún hefur komið að. Af mörgum gríðarstórum framfaraskrefum sem hún hefur komið í gegn fyrir listir og menningu er stofnun Tónlistarmiðstöðvar, nýr og stærri Tónlistarsjóður, Myndlistarmiðstöð, ný sviðslistalög, stofnun Sviðslistastofnunar, fyrsti kjarasamningur danshöfunda við Þjóðleikhúsið, fjölgun Listamannalauna í fyrsta sinn í 15 ár og stækkun verkefnasjóða, og frumvarp um stofnun Þjóðaróperu, sem mun gjörbylta starfsumhverfi klassískra söngvara á Íslandi og umgjörð óperulistarinnar. Nú nýlega tryggði hún að kvikmyndasjóður og sviðslistasjóður fengju ekki þá skerðingu sem til stóð í núverandi fjárlagafrumvarpi. Ég hef fengið að kynnast Lilju Dögg í samskiptum okkar vegna frumvarps um Þjóðaróperu. Ég hef séð hversu mikið Lilja brennur fyrir þau málefni sem hún berst fyrir. Hún er eldklár, heiðarleg, hörkudugleg, fylgin sér, fagleg og vill koma hlutum í verk. Í ofanálag er hún sérlega skemmtileg og til í að ræða málin til að komast að réttri niðurstöðu hverju sinni. Það hefur verið unun að fylgjast með vinnu hennar með listasamfélaginu við mótun þeirra mála sem hún hefur unnið að. Þakklæti er mér efst í huga. Lilja Dögg er einn allra öflugasti stjórnmálamaður Íslendinga og Alþingi verður svo sannarlega fátækara ef það fær ekki að njóta hennar krafta. Og listasamfélagið mun einnig missa sinn sterkasta bandamann á Alþingi. Fylkjumst því um Lilju Dögg og tryggjum að hún hljóti brautargengi í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Klassís.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar