Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar 17. nóvember 2024 13:30 Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Seðlabankinn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar