Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 00:02 „Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
„Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar