Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 00:02 „Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun