Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar 15. nóvember 2024 17:33 Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mörg hjónabönd enda með skilnaði sem leiðir til margra úrlausnarefna. Oft er sátt um hvernig leysa eigi úr þeim. Sum málanna, ekki síst forsjá barna, fara hins vegar fyrir dómstóla. Þar telja feður sem í þessu lenda að þeir eigi mjög undir högg að sækja. Það orð fer af að mæðurnar vinni einfaldlega öll forræðismál. Mér er tjáð að fyrir allnokkrum árum hafi komið fram í umræðum á Alþingi að eitt ár hafi mæðurnar haft vinninginn í 53 af 54 málum. Ekki fylgdi fréttinni í hve mörgum málum hefði verið fallist á sameiginlegt forræði eða hvort þetta hefði átt sér stað áður en þau lög tóku gildi. Skýringin er væntanlega sú að lög um meðferð dómsmála eru miðuð við þjóðfélagið eins og það var á árunum 1950-1970. Dómskerfið álítur það ennþá vera þannig. Á þessum árum var það næstum algild regla að móðirin sá um heimilið og þar með börnin en faðirinn um tekjuöflunina. Hann þekkti þess vegna almennt séð miklu minna til barnauppeldis, þarfa barna og heimilisstörf heldur en móðirin. Hugsunarhátturinn var allt annar. Allt var í fastari skorðum, fjölskyldan miðlægari, hraði breytinga lítill miðað við nútímann, gamla fólkið kunni á allt eins vel og þeir sem yngri voru, tækifærin færri, útvarpið aðal fréttamiðillinn, sendibréf aðal samskiptamiðillinn, gagnfræðapróf markmið flestra annarra en þá helst yfirstéttarbarna sem mörg fóru í menntaskóla, háskólanám var bara draumur flestra, osfrv. Nú er þjóðfélagið orðið allt annað og flóknara. Yfirleitt eru bæði hjónin í að afla tekna fyrir heimilið sem hefur orðið til þess að faðirinn hefur tekið miklu meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barnanna. Hraði breytinga er orðinn það mikill að mörgu eldra fólki finnst það ekki geta fylgt þróuninni eftir og þarf aðstoð þeirra sem yngri eru til þess að geta tekið fullan þátt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið sem var við lýði árin1950 – 1970 er ekki lengur til í huga almennings en virðist eftir sem áður megin viðmið dómskerfisins. Ennþá virðist vera dæmt eins og þjóðfélagið sé eins og það var um það leyti. Ástæðan gæti verið sú að í dómsúrskurðum er mikið farið eftir þeim dómum sem áður hafa fallið sem höfðu farið eftir þeim dómum sem þá höfðu fallið og svo framvegis. Ekkert er í lögum um að dómar eigi að fylgja þjóðfélagsþróuninni og mér vitandi ekkert afl sem í raun stuðlar að því. Ekkert er heldur í lögum um að réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi eigi að vera til staðar í dómum. Af ofangreindum ástæðum er dómskerfið í raun læst inni í eigin gildru vegna þess að það „situr bara og horfir í eigin barm og forðast að horfa í kringum sig“ og þegir alla gagnrýni í hel. Það lætur, eftir minni bestu vitneskju, hvorki Alþingi né ráðherra vita um vaxandi veikleika í dómskerfinu á mörgum sviðum sem sýnir mikið andvaraleysi. Bókstaflega verður að vera einhver aðili í dómskerfinu sem hefur eftirlit með og yfirsýn yfir þróunina í þjóðfélaginu og hvernig svokallaðar sannanir eru að breytast eða hafa breyst með tímanum. Um gæti verið að ræða nefnd eða stofnun sem gæti verið í tengslum við dómara á landinu og umboðsmann Alþingis eða einhvers aðila sem ætti að gæta hagsmuna almennings. Þurfi að breyta lögum ætti hún einnig að vera í tengslum við nefnd á Alþingi sem myndi leggja mat á málið og undirbúa framsetningu þess þar.Hvað sem líður ofangreindu þá er niðurstaðan að miklu skárra væri að kasta upp um hana að teknu tilliti til réttlætis, sanngirnis og heilbrigðar skynsemi en að dómararnir dæmi. Athuga þarf að þetta er fimmta greinin sem ég hef ritað og birst hefur hér á Vísi á rúmum tveimur vikum sem allar hafa fjallað um tegundir dómsmála þar sem nánast alger einstefna er í dómum. Hinn sterki hefur vinninginn.Svindlari hefur vinninginn.Nauðgari hefur vinninginn.Móðirin hefur vinninginn í forsjármáli. Það sem að er að fyrir einstefnunni eru ekki minnstu rök sé litið til réttlætis sanngirnis og heilbrigðrar skynsemi. Í öllum greinunum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að miklu skárra hefði verið að kasta upp um niðurstöðuna en dómarar dæmi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar