Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 16. nóvember 2024 12:01 Fordómar eru eitt það ljótasta sem fylgir mannskepnunni og í skjóli þeirra hafa verið gerðir hlutir sem eru það skuggalegir að ekki verður farið nánar út í þá hér. Það sama mætti reyndar líka segja um þjóðernishyggju, sem er ,,tæki“ sem menn grípa til þegar hreyfa þarf við fólki með ákveðnum hætti og þá alveg sérstaklega í pólitískum tilgangi. Það líður að kosningum, ,,aðventukosningunum“, en daginn eftir kjördag, 1.des (og fyrsta sunnudag aðventu) verður haldið upp á fullveldi Íslands, en þá verða 106 ár frá því að landið fékk fullveldi árið 1918. Lokasprettur kosningabaráttunnar nálgast og fjölmiðlar fullir af pólitík. Mögulega má færa rök fyrir því að þeir sem hingað komu fyrstir í kringum 870 e.k. hafi að einhverju leyti verið ,,pólitískir flóttamenn“. Sagan segir okkur að hluti þeirra sem hingað komu hafi ef til vill verið að flýja innanlandsspennu og átök í Noregi í stjórnartíð Haraldar hárfagra, þá konungur Noregs. Það má því segja Ísland hafi byggst upp af innflytjendum, en okkur er sagt að þegar fyrstu menn komu hingað hafi hér ekkert verið, bara tómur kletturinn. Öðruvísi en t.d. í N-Ameríku, þar sem fjöldi indíána var fyrir þegar hvíti maðurinn kom þangað fyrir alvöru í byrjun 17.aldar og tók sér fasta búsetu (gleymum þó ekki víkingum, Íslendingum, um árið 1000, sem fóru þangað, en fóru svo aftur til baka). Mikil fjölgun Á undanförnum árum hefur Íslendingum fjölgað mikið, árið 2015 vorum við 323.000, í dag erum við um 389.000, fjölgun upp á 56.000 manns, samkvæmt vef Hagstofunnar. Þetta er að stærstum hluta innflytjendur og fólk af erlendu bergi brotið, því fæðingartíðni hér á landi er nú sú lægsta sem mælst hefur frá upphafi mælinga um miðja 19.öld. Í fyrra var hún 1,59 barn pr. konu, en árið 2000 var hún 2.1 barn. Þetta er áhyggjuefni, því fæðingartíðnin þarf að vera um 2.0 pr. konu til að viðhalda fólksfjölda, þarf því að vera hærri til að fjölgun eigi sér stað. Innrás Rússa lykilatriði Ástæður fjölgunar íbúa hérlendis eru að hluta til hin tilhæfulausa innrás Rússa í Úkraínu og slæmt mannúðarástand í Venesúela. Þetta eru lykilþættir. Annars er mest um að ræða fólk sem kemur hingað í skjóli EES-samningsins, meðal annars til að leita sér að vinnu. Sem flestir reyndar fá. Á móti mega Íslendingar gera það sama í öllum 27 aðildarríkjum ESB. Þetta virkar nefnilega í báðar áttir. Þróunin á þessu ári bendir til þess að hlutfallið á milli aðfluttra og brottfluttra verði nokkurn veginn jafnt hér á landi, en nýlega birtist þó frétt í Morgunblaðinu þess efnis að á fyrstu níu mánuðum ársins hefðu fleiri flutt frá landinu en til Íslands. Síðan segir orðrétt: ,,Að óbreyttu stefnir í að þetta verði 18. árið á öldinni þar sem fleiri íslenskir ríkisborgarar flytja frá landinu en til þess“ (Mbl.is, 13.11 2024). Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar er fólk af erlendu bergi brotið nú um 17.3% af heildarmannfjöldanum, um 68.000 af tæplega 389.000. Evrópa í heild sinni hefur undanfarin ár verið að taka við miklum fjölda af stríðshrjáðu fólki frá Úkraínu og fólki sem hefur verið að flýja kúgun, loftslagsbreytingar og harðræði víða í heiminum. Þá hafa milljónir streymt til Bandaríkjanna og endurspeglast það í umræðunni þar um þessi mál. Talað er um veggi og múra, brottrekstur og já það sem kalla má nauðungaflutninga. Enginn veit hvernig það mun ganga eða hver kostnaðurinn við það verður, nema að hann verði mikill. Þetta á að gerast með ,,nýjum“ forseta, Donald Trump. Ný umræða – hörð stefna Sú þróun sem hér er lýst hefur einnig haft í för með sér ,,nýja“ umræðu um málefni útlendinga og innflytjenda hér á landi. Umræðan hefur að sjálfsögðu ,,lekið“ inn í stjórnmálaöfl þessa lands og nú er svo komið að nokkur þeirra eru komin með mjög harða stefnu í þessum málum. Sér í lagi tveir flokkar á hægri vængnum og það er líkast því að þeir séu nánast að keppa um það hvor þeirra sé harðari í þessum málum. Annar þessara flokka var svokallaður ,,burðarflokkur“ í íslenskum stjórnmálum en telst það varla lengur, ef tekið er mið af könnunum. Hinn er ,,ungliði“ á hinu pólitíska sviði og kennir sig við ,,skynsemishyggju.“ Fylgi hans hefur hins vegar aukist verulega frá síðustu kosningum. Þá er þarna einnig flokkur sem kennir sig við ,,fólkið“ og er með verulega harða stefnu í þessum málum. Verður það að teljast furðulegt miðað við áherslur þess flokks á það sem kalla mætti ,,litla manninn“ – þann hóp samfélagsins sem segja má að ,,minna megi sín“ og búi við kröpp kjör. Sá flokkur virðist einnig vera að bæta við sig miðað við síðustu kosningar. Eru útlendingamálin ,,bestu“ málin til að lokka að fylgi árið 2024? Ekki skrýtið að spurt sé, enda nú komnir frasar í umferð sem eru helst notaðir á kappleikjum, eins og ,,Áfram Ísland.“ Þjóðernishyggjan lætur á sér kræla. Skrúfað fyrir Á skrifandi stundu er hins vegar staðan þannig að nú er nánast búið að skrúfa fyrir ,,útlendingakranann“ eins og mætti orða það. Fækkunin á þessu ári í flokki hælisleitenda nemur tugum prósenta. Bendir það til þess að landamærin ,,virki“ ef svo má segja og að yfirvöld séu því með stjórn á þeim. Þetta með ,,stjórnina“ á landamærunum er hins vegar verið að reyna að nýta í pólitískum tilgangi og gefið í skyn að engin stjórn sé á landamærunum. Þar með er vakin ótti meðal almennings. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru nú skráðir um 3500 Úkraínumenn hér á landi og tæplega 1400 manns frá Venesúela. Þetta eru því tæplega 10% af þeirri 50.000 manna fjölgun sem rædd var í byrjun greinarinnar og tæplega 1.3% af heildarmannfjölda hér á landi. Pólverjar hér á landi eru um 20.000 alls, langsamlega stærstur hópa innflytjenda. Róið á ,,útlendingamiðin“ En það er auðvelt fyrir stjórnmálaleiðtoga sem róa á ,,útlendingamiðin“ að espa upp og hræða fólk með ýmsum frösum, eins og t.d. ,,bylgju“ eða ,,holskeflu“, svo dæmi séu tekin. Að ala á ótta við hið óþekkta er eitt elsta ,,trixið“ í bókinni og ,,við og hin“ er þar einnig með. Þetta sást vel í nýliðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og var eitt meginstefið í þeim. Það er auðvelt að hræða okkur pöpulinn upp úr skónum. Við Íslendingar teljum okkur vera upplýsta þjóð og í aðdraganda kosninganna vil ég vara við þeirri mögulegu þróun að við föllum í einhverskonar ,,forarpytt fordóma“ sem er bæði ljótur og leiðinlegur. Forðumst hleypidóma Látum ekki hina lýðræðislegu baráttu snúast alfarið upp í umræðu um einn sérstakan hóp eða málasvið og notum þetta ekki til ómerkilegra atkvæðaveiða eða til að espa fólk upp. Ræðum málin af rökvísi, en ekki með hleypidómum og eða ,,æsifregnum“. Höfundur er stjórnmálafræðingur og starfar sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fordómar eru eitt það ljótasta sem fylgir mannskepnunni og í skjóli þeirra hafa verið gerðir hlutir sem eru það skuggalegir að ekki verður farið nánar út í þá hér. Það sama mætti reyndar líka segja um þjóðernishyggju, sem er ,,tæki“ sem menn grípa til þegar hreyfa þarf við fólki með ákveðnum hætti og þá alveg sérstaklega í pólitískum tilgangi. Það líður að kosningum, ,,aðventukosningunum“, en daginn eftir kjördag, 1.des (og fyrsta sunnudag aðventu) verður haldið upp á fullveldi Íslands, en þá verða 106 ár frá því að landið fékk fullveldi árið 1918. Lokasprettur kosningabaráttunnar nálgast og fjölmiðlar fullir af pólitík. Mögulega má færa rök fyrir því að þeir sem hingað komu fyrstir í kringum 870 e.k. hafi að einhverju leyti verið ,,pólitískir flóttamenn“. Sagan segir okkur að hluti þeirra sem hingað komu hafi ef til vill verið að flýja innanlandsspennu og átök í Noregi í stjórnartíð Haraldar hárfagra, þá konungur Noregs. Það má því segja Ísland hafi byggst upp af innflytjendum, en okkur er sagt að þegar fyrstu menn komu hingað hafi hér ekkert verið, bara tómur kletturinn. Öðruvísi en t.d. í N-Ameríku, þar sem fjöldi indíána var fyrir þegar hvíti maðurinn kom þangað fyrir alvöru í byrjun 17.aldar og tók sér fasta búsetu (gleymum þó ekki víkingum, Íslendingum, um árið 1000, sem fóru þangað, en fóru svo aftur til baka). Mikil fjölgun Á undanförnum árum hefur Íslendingum fjölgað mikið, árið 2015 vorum við 323.000, í dag erum við um 389.000, fjölgun upp á 56.000 manns, samkvæmt vef Hagstofunnar. Þetta er að stærstum hluta innflytjendur og fólk af erlendu bergi brotið, því fæðingartíðni hér á landi er nú sú lægsta sem mælst hefur frá upphafi mælinga um miðja 19.öld. Í fyrra var hún 1,59 barn pr. konu, en árið 2000 var hún 2.1 barn. Þetta er áhyggjuefni, því fæðingartíðnin þarf að vera um 2.0 pr. konu til að viðhalda fólksfjölda, þarf því að vera hærri til að fjölgun eigi sér stað. Innrás Rússa lykilatriði Ástæður fjölgunar íbúa hérlendis eru að hluta til hin tilhæfulausa innrás Rússa í Úkraínu og slæmt mannúðarástand í Venesúela. Þetta eru lykilþættir. Annars er mest um að ræða fólk sem kemur hingað í skjóli EES-samningsins, meðal annars til að leita sér að vinnu. Sem flestir reyndar fá. Á móti mega Íslendingar gera það sama í öllum 27 aðildarríkjum ESB. Þetta virkar nefnilega í báðar áttir. Þróunin á þessu ári bendir til þess að hlutfallið á milli aðfluttra og brottfluttra verði nokkurn veginn jafnt hér á landi, en nýlega birtist þó frétt í Morgunblaðinu þess efnis að á fyrstu níu mánuðum ársins hefðu fleiri flutt frá landinu en til Íslands. Síðan segir orðrétt: ,,Að óbreyttu stefnir í að þetta verði 18. árið á öldinni þar sem fleiri íslenskir ríkisborgarar flytja frá landinu en til þess“ (Mbl.is, 13.11 2024). Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar er fólk af erlendu bergi brotið nú um 17.3% af heildarmannfjöldanum, um 68.000 af tæplega 389.000. Evrópa í heild sinni hefur undanfarin ár verið að taka við miklum fjölda af stríðshrjáðu fólki frá Úkraínu og fólki sem hefur verið að flýja kúgun, loftslagsbreytingar og harðræði víða í heiminum. Þá hafa milljónir streymt til Bandaríkjanna og endurspeglast það í umræðunni þar um þessi mál. Talað er um veggi og múra, brottrekstur og já það sem kalla má nauðungaflutninga. Enginn veit hvernig það mun ganga eða hver kostnaðurinn við það verður, nema að hann verði mikill. Þetta á að gerast með ,,nýjum“ forseta, Donald Trump. Ný umræða – hörð stefna Sú þróun sem hér er lýst hefur einnig haft í för með sér ,,nýja“ umræðu um málefni útlendinga og innflytjenda hér á landi. Umræðan hefur að sjálfsögðu ,,lekið“ inn í stjórnmálaöfl þessa lands og nú er svo komið að nokkur þeirra eru komin með mjög harða stefnu í þessum málum. Sér í lagi tveir flokkar á hægri vængnum og það er líkast því að þeir séu nánast að keppa um það hvor þeirra sé harðari í þessum málum. Annar þessara flokka var svokallaður ,,burðarflokkur“ í íslenskum stjórnmálum en telst það varla lengur, ef tekið er mið af könnunum. Hinn er ,,ungliði“ á hinu pólitíska sviði og kennir sig við ,,skynsemishyggju.“ Fylgi hans hefur hins vegar aukist verulega frá síðustu kosningum. Þá er þarna einnig flokkur sem kennir sig við ,,fólkið“ og er með verulega harða stefnu í þessum málum. Verður það að teljast furðulegt miðað við áherslur þess flokks á það sem kalla mætti ,,litla manninn“ – þann hóp samfélagsins sem segja má að ,,minna megi sín“ og búi við kröpp kjör. Sá flokkur virðist einnig vera að bæta við sig miðað við síðustu kosningar. Eru útlendingamálin ,,bestu“ málin til að lokka að fylgi árið 2024? Ekki skrýtið að spurt sé, enda nú komnir frasar í umferð sem eru helst notaðir á kappleikjum, eins og ,,Áfram Ísland.“ Þjóðernishyggjan lætur á sér kræla. Skrúfað fyrir Á skrifandi stundu er hins vegar staðan þannig að nú er nánast búið að skrúfa fyrir ,,útlendingakranann“ eins og mætti orða það. Fækkunin á þessu ári í flokki hælisleitenda nemur tugum prósenta. Bendir það til þess að landamærin ,,virki“ ef svo má segja og að yfirvöld séu því með stjórn á þeim. Þetta með ,,stjórnina“ á landamærunum er hins vegar verið að reyna að nýta í pólitískum tilgangi og gefið í skyn að engin stjórn sé á landamærunum. Þar með er vakin ótti meðal almennings. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru nú skráðir um 3500 Úkraínumenn hér á landi og tæplega 1400 manns frá Venesúela. Þetta eru því tæplega 10% af þeirri 50.000 manna fjölgun sem rædd var í byrjun greinarinnar og tæplega 1.3% af heildarmannfjölda hér á landi. Pólverjar hér á landi eru um 20.000 alls, langsamlega stærstur hópa innflytjenda. Róið á ,,útlendingamiðin“ En það er auðvelt fyrir stjórnmálaleiðtoga sem róa á ,,útlendingamiðin“ að espa upp og hræða fólk með ýmsum frösum, eins og t.d. ,,bylgju“ eða ,,holskeflu“, svo dæmi séu tekin. Að ala á ótta við hið óþekkta er eitt elsta ,,trixið“ í bókinni og ,,við og hin“ er þar einnig með. Þetta sást vel í nýliðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum og var eitt meginstefið í þeim. Það er auðvelt að hræða okkur pöpulinn upp úr skónum. Við Íslendingar teljum okkur vera upplýsta þjóð og í aðdraganda kosninganna vil ég vara við þeirri mögulegu þróun að við föllum í einhverskonar ,,forarpytt fordóma“ sem er bæði ljótur og leiðinlegur. Forðumst hleypidóma Látum ekki hina lýðræðislegu baráttu snúast alfarið upp í umræðu um einn sérstakan hóp eða málasvið og notum þetta ekki til ómerkilegra atkvæðaveiða eða til að espa fólk upp. Ræðum málin af rökvísi, en ekki með hleypidómum og eða ,,æsifregnum“. Höfundur er stjórnmálafræðingur og starfar sem kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun