Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 14:02 Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun