Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 14:02 Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar