„Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar 17. nóvember 2024 10:47 Í vikunni heimsótti ég garðyrkjubændur á Suðurlandi. Úti var dimmur nóvember og veturinn minnti á sig með ísköldum vindkviðum, en inni í gróðurhúsunum ríkti hlýja og birta. Þar var lífið fullt af litum og ferskum ilmi. Það er alltaf jafn heillandi að sjá hvernig jarðhiti og hrein orka landsins skapa þessar ótrúlegu aðstæður sem við Íslendingar höfum byggt upp. Samt er það ekki þessi hlýlega stemning sem er efst í huga mér heldur spurning sem einn garðyrkjubóndinn varpaði fram í umræðum um raforkumál. Þar ræddum við hvernig almenningur og minni fyrirtæki eiga sífellt erfiðara með að tryggja sér raforku á hagkvæmum kjörum vegna aukinnar samkeppni við stórnotendur, meðal annars garðyrkjubændur sem leika lykilhlutverk í grænmetisframleiðslu landsins og styðja þannig við fæðuöryggi, lýðheilsu og loftslagsmál og færa okkur litagleði blóma víða sömuleiðis. Hann spurði: „Hvenær var þetta samtal tekið, vill þjóðin þetta?“ Þessi spurning hefur setið í mér síðan. Hún hitti beint í hjartastað vegna þess að hún snertir kjarna þess sem ég glímdi við sem orkumálastjóri – hvernig við tryggjum að raforka, þessi sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sé nýtt í þágu almennings og smærri fyrirtækja, frekar en að lúta markaðslögmálum þar sem þeir sterkustu ráða ferðinni. Til að skilja hvernig við komumst á þennan stað þurfum við að líta til baka. Ábyrgðarleysi gagnvart orkuöryggi almennings Árið 2003 var Landsvirkjun leyst undan þeirri lagalegu skyldu að tryggja orkuöryggi almennings. Með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög var ábyrgðin færð frá einni stofnun án þess að hún væri sett í hendur annars aðila. Þetta hefur skapað pólitískt tómarúm sem hefur skilið almenning eftir berskjaldaðan – án trygginga um orkuöryggi. Margir kostir hafa fylgt þessari löggjöf og innan hennar eru heimildir sem hægt er að nota til að tryggja forgang almennings en samt ríkir þetta tómarúm enn í dag. Enginn hefur formlega skyldu til að tryggja að heimili og lítil fyrirtæki njóti aðgangs að nægri orku, jafnvel í neyðarástandi. Ólíkt því sem víða þekkist eru stórnotendur hér, svo sem álver og gagnaver, ráðandi í raforkunotkuninni. Þeir nýta 80 prósent allrar raforku á Íslandi, önnur fyrirtæki um 15 prósent og heimili einungis 5 prósent. Undanfarið hefur ásókn í orku hér á landi vaxið mjög á sama tíma og við höfum verið að glíma við náttúrulegar áskoranir eins og sögulega lága vatnsstöðu í lónum. Heimilin senda ekki lögmann til samningagerðar um orkuverð Sem orkumálastjóri fékk ég oft spurninguna: „Af hverju tryggir þú ekki að nóg sé virkjað?“ Staðreyndin er sú að á síðustu þremur árum hafa verið gefin út leyfi fyrir fleiri megavöttum en áratuginn á undan. Fjöldi nýrra verkefna er í undirbúningi. Hins vegar leysir ný og ný virkjun ekki grunnvandann. Ný framleiðsla fer einfaldlega þangað sem hæst verð er boðið. Stórnotendur, sem hafa sterka samningsstöðu og fjárhagslegan styrk, tryggja sér forgang með langvarandi samningum. Þetta þýðir að: Orkan getur farið beint í stór verkefni, eins og stóriðju eða útflutning, í stað þess að styðja við almennar þarfir. Minni orkunotendur, eins og grænmetisbændur, lítil og meðalstór fyrirtæki eða heimili, sitja eftir með sama ótrygga aðgang og áður. Almenningur hefur engan lögmann sem semur fyrir þeirra hönd eða tryggir hagstæða skilmála á orkuverði langt fram í tímann. Venjulegt fólk og slík fyrirtæki treysta því á að stjórnvöld taki þessa ábyrgð að sér og gæti hagsmuna þeirra. Getum við sætt okkur við að framtíð íslensks atvinnulífs og auðlindanýtingar sé ákvörðuð án þess að þjóðin fái að segja sitt álit? Höfum við raunverulega tekið umræðuna um það hvort við séum tilbúin að fórna garðyrkjubændum okkar, litlum fyrirtækjum og fjölbreyttu atvinnulífi fyrir hámarksarðsemi? Það er ekki lýðræði – það er tómlæti. Almannahagsmunir mega ekki sitja á hakanum. Við þurfum að spyrja okkur: Viljum við samfélag sem stendur vörð um fjölbreytt atvinnulíf, nýsköpun og sjálfbærni – eða samfélag sem leyfir stærstu aðilunum að stjórna því hvernig við viljum haga framleiðslu okkar og áherslum? Skortur á stefnu í þágu almennings Mikið er talað um mikilvægi grænnar orkuöflunar fyrir orkuskipti og heimilin í landinu, þótt vitað sé að það eru ekki þessir aðilar sem geta borgað hæsta verðið fyrir orkuna. Ný uppbygging tryggir því ekki að orkan rati í þau verkefni sem sagt er að eigi að virkja fyrir. Nýlegt dæmi um þá sundrung sem getur skapast þegar almenningi þykir á hagsmunum annarra troðið má finna í Noregi. Þar snerist almenningur harkalega gegn orkumálunum þegar orkuverð til heimila rauk upp úr öllu valdi í orkukrísunni og skortur var á vernd fyrir almennan notanda. Auk þess hafa skapast miklar deilur um þróun vindorku í Noregi. Þar hefur allt að 70% af raforkuframleiðslu vindorkuvera farið til stækkunar orkufreks iðnaðar, en almenningur upplifir sig svikinn af fölskum loforðum um að þessi uppbygging myndi bæta orkuöryggi þeirra. Þetta hefur valdið djúpstæðum átökum og traust á stjórnvöldum hefur beðið hnekki. Þess vegna skiptir sköpum að innleiða öryggisventla sem tryggja almenningi skjól og forgang í orkumálum. Slíkir ventlar gera það ekki aðeins mögulegt að beina nýrri orku í verkefni sem þjóna samfélaginu og grænum orkuskiptum, heldur stuðla einnig að því að heimilin og minni aðilar hafi raunverulegan ávinning af uppbyggingu orkukerfisins. Þegar slíkt jafnvægi er til staðar minnka líkurnar á átökum og vantrausti gagnvart nýjum nýtingarmöguleikum. Að tryggja almenningi ávinning og vernd í þessum málaflokki er ekki aðeins réttlætismál heldur lykill að því að byggja upp traust og stuðla að þróun sem er til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir sem allir ættu að geta sameinast um. Rifjum upp tilgang stóriðjustefnunnar Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar, lýsti tilgangi stóriðjustefnunnar sem leið stjórnvalda til að nýta íslenskar orkuauðlindir á hagkvæman hátt og stuðla að efnahagslegum framförum. Í viðtali við Frjálsa verslun árið 2019 sagði hann: „Markmiðið var að gera okkur kleift að ráðast í hagkvæma stórvirkjun með því að selja verulegan hluta orkunnar til orkufrekrar stóriðju. Þannig var annars vegar komið á fót nýjum útflutningsatvinnuvegi, en hins vegar tryggð hagkvæm raforka fyrir innlenda markaðinn.“ Hann bætti við að með sölu á orku til nýrrar stóriðju hefði bæði verið hægt að koma á nýjum útflutningsiðnaði og tryggja ódýra orku fyrir innlendan markað um langa framtíð. Þegar við skoðum fortíðina sjáum við hvernig fyrri kynslóðir lögðu grunn að því orkuöryggi sem við njótum í dag. Vel er vitað að orkuöryggi Íslendinga í dag er ekki síst afrakstur orkufrekrar iðnaðaruppbyggingar fyrri kynslóða. Sú hugsun fyrirrennara að byggja upp iðnað, en á sama tíma hlúa ætíð um leið að orkuöryggi almennings, lagði mikilvægan grunn að þeim lífsgæðum sem við búum við í dag, eins og kemur glögglega fram í ævisögu Jóhannesar Nordal. Eða eins og Steingrímur Hermannsson sagði árið 1977 í ræðu um skipulag orkumála: Markmiðið var að tryggja að „allir landsmenn gætu haft aðgang að nægri orku, öruggri orku og ódýrri orku.“ Flestum er ljóst að fjölbreyttur iðnaður á Íslandi er mikilvægur fyrir nútíð og framtíð landsins. Hins vegar er jafn ljóst að stefna okkar í orkumálum þarf að byggja á samhug og skýrri forgangsröðun, þar sem hagsmunir almennings og smærri fyrirtækja eru tryggðir. Að stuðla að sundrung og skipa í fylkingar getur vart talist gott veganesti fyrir frekari uppbyggingu orkumála hér á landi. Við þurfum að læra af fortíðinni, nýta þá reynslu og tryggja að framtíðarsýn okkar taki mið af þörfum allra. Tilgangur stjórnvalda með því að fá stórfyrirtæki hingað til lands til að byggja upp stóriðju var ekki að íslenskur almenningur myndi keppa við þau um orku á samkeppnismarkaði, eins og sumir fulltrúar stjórnmálanna virðast halda. Heldur var tilgangurinn að efla íslenskt atvinnulíf, að almenningur nyti góðs af uppbyggingu dreifkerfisins og að samfélagið allt myndi njóta efnahagslegs ávinnings af starfseminni og hafa eitthvað um hana að segja. Þegar um er að ræða auðlindir í þjóðareign er ekki hægt að sætta sig við að almenningur og venjuleg fyrirtæki séu skilin eftir á hliðarlínunni – áhrifalaus og áhorfandi að því hvernig framtíð þeirra er mótuð án þeirra þátttöku. Og eitt til viðbótar: Bæði Jóhannes Nordal og Steingrímur Hermannsson lögðu áherslu á mikilvægi þess að tryggja jafnvægi milli nýtingar auðlinda og náttúruverndar í ræðum og skrifum sínum. Þörf á skýrum forgangi Í starfi mínu sem orkumálastjóri lagði ég mikla áherslu á að tryggja raforkuöryggi fyrir almenning. Ég talaði fyrir því að setja öryggisventla í kerfið – reglur sem myndu tryggja að heimili og minni fyrirtæki fengju raforku í forgangi, sérstaklega á tímum umframeftirspurnar. Þessar tillögur mættu þó andstöðu. Meðal annars var ég kölluð „skömmtunarstjóri ríkisins“ fyrir það eitt að leggja til að stórnotendur gætu ekki gert nýja samninga á kostnað almennings. En ég trúi því að forgangur heimila og minni fyrirtækja sé ekki skömmtun – það er sanngirni og almannahagsmunir! Í íslenskri orkustefnu er skýrt kveðið á um að heimili eigi að njóta forgangs og fyrir þeirri stefnu tala ég. En á meðan engar reglur styðja þessa stefnu og enginn stjórnmálamaður talar fyrir henni er hún bara orð á blaði. Eins og fulltrúi Landsvirkjunar sagði nýlega: „Það blasir við að ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda, ógnar það raforkuöryggi almennings.“ Ég benti á þetta fyrir ári síðan en sem embættismaður gat ég ekki tekið endanlegar ákvarðanir eða breytt löggjöf. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að bregðast við. Eitt helsta erindi mitt í íslensk stjórnmál er að tryggja að hagsmunir almennings mæti ekki afgangi stjórnmálamanna. Ég ætla mér ekki að vera stjórnmálamaður sem stýrist af háværustu hagaðilum með mestu áhrifin í bakherbergjunum. Ég ætla mér að vera stjórnmálamaður sem vinnur í þágu allra landsmanna. Tími til að hefja samtalið Spurning garðyrkjubóndans situr enn í mér: „Hvenær var samtal tekið við þjóðina?“ Þetta samtal hefur aldrei verið tekið. Þjóðin hefur ekki verið spurð hvernig við viljum nýta auðlindir okkar eða hverjir eiga að njóta þeirra mest. Það er kominn tími til að breyta því. Raforka er ekki bara vara sem seld er til hæstbjóðanda. Hún er lífæð samfélagsins, grundvöllur daglegs lífs og atvinnurekstrar. Nú þarf að tryggja að allir njóti góðs af henni. Líka venjuleg fyrirtæki, garðyrkjubændur og heimilin í landinu. Viljum við verða verstöð fyrir erlenda fjárfestingasjóði, þar sem við seljum auðlindir okkar sem hrávöru til hæstbjóðanda, eða viljum við byggja upp fjölbreytt atvinnulíf sem styður við nýsköpun, minni fyrirtæki, virðisaukandi framleiðslu og gjaldeyrissparandi starfsemi? Þetta er ekki aðeins spurning um hagnað eða markaðslögmál – þetta er spurning um stefnu, gildi og framtíðarsýn fyrir Ísland. Raforka á ekki að vera lúxusvara sem einungis þeir sterkustu geta leyft sér að nýta á sínum forsendum. Hún er réttur allra landsmanna, réttur sem stjórnvöld verða að tryggja með skýrum reglum. Garðyrkjubóndinn spurði: „Hvenær var samtal tekið við þjóðina?“ Nú er kominn tími til að svara þeirri spurningu með aðgerðum, ekki bara orðum. Við þurfum að setja hagsmuni almennings í fyrsta sæti, tryggja réttláta nýtingu auðlinda og byggja upp samfélag sem veitir öllum tækifæri til að njóta góðs af þeim lífsgæðum sem náttúra okkar býður upp á. Þetta er spurning um réttlæti, sjálfbærni og framtíðarsýn – og framtíðin byrjar núna. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri og oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Garðyrkja Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni heimsótti ég garðyrkjubændur á Suðurlandi. Úti var dimmur nóvember og veturinn minnti á sig með ísköldum vindkviðum, en inni í gróðurhúsunum ríkti hlýja og birta. Þar var lífið fullt af litum og ferskum ilmi. Það er alltaf jafn heillandi að sjá hvernig jarðhiti og hrein orka landsins skapa þessar ótrúlegu aðstæður sem við Íslendingar höfum byggt upp. Samt er það ekki þessi hlýlega stemning sem er efst í huga mér heldur spurning sem einn garðyrkjubóndinn varpaði fram í umræðum um raforkumál. Þar ræddum við hvernig almenningur og minni fyrirtæki eiga sífellt erfiðara með að tryggja sér raforku á hagkvæmum kjörum vegna aukinnar samkeppni við stórnotendur, meðal annars garðyrkjubændur sem leika lykilhlutverk í grænmetisframleiðslu landsins og styðja þannig við fæðuöryggi, lýðheilsu og loftslagsmál og færa okkur litagleði blóma víða sömuleiðis. Hann spurði: „Hvenær var þetta samtal tekið, vill þjóðin þetta?“ Þessi spurning hefur setið í mér síðan. Hún hitti beint í hjartastað vegna þess að hún snertir kjarna þess sem ég glímdi við sem orkumálastjóri – hvernig við tryggjum að raforka, þessi sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sé nýtt í þágu almennings og smærri fyrirtækja, frekar en að lúta markaðslögmálum þar sem þeir sterkustu ráða ferðinni. Til að skilja hvernig við komumst á þennan stað þurfum við að líta til baka. Ábyrgðarleysi gagnvart orkuöryggi almennings Árið 2003 var Landsvirkjun leyst undan þeirri lagalegu skyldu að tryggja orkuöryggi almennings. Með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög var ábyrgðin færð frá einni stofnun án þess að hún væri sett í hendur annars aðila. Þetta hefur skapað pólitískt tómarúm sem hefur skilið almenning eftir berskjaldaðan – án trygginga um orkuöryggi. Margir kostir hafa fylgt þessari löggjöf og innan hennar eru heimildir sem hægt er að nota til að tryggja forgang almennings en samt ríkir þetta tómarúm enn í dag. Enginn hefur formlega skyldu til að tryggja að heimili og lítil fyrirtæki njóti aðgangs að nægri orku, jafnvel í neyðarástandi. Ólíkt því sem víða þekkist eru stórnotendur hér, svo sem álver og gagnaver, ráðandi í raforkunotkuninni. Þeir nýta 80 prósent allrar raforku á Íslandi, önnur fyrirtæki um 15 prósent og heimili einungis 5 prósent. Undanfarið hefur ásókn í orku hér á landi vaxið mjög á sama tíma og við höfum verið að glíma við náttúrulegar áskoranir eins og sögulega lága vatnsstöðu í lónum. Heimilin senda ekki lögmann til samningagerðar um orkuverð Sem orkumálastjóri fékk ég oft spurninguna: „Af hverju tryggir þú ekki að nóg sé virkjað?“ Staðreyndin er sú að á síðustu þremur árum hafa verið gefin út leyfi fyrir fleiri megavöttum en áratuginn á undan. Fjöldi nýrra verkefna er í undirbúningi. Hins vegar leysir ný og ný virkjun ekki grunnvandann. Ný framleiðsla fer einfaldlega þangað sem hæst verð er boðið. Stórnotendur, sem hafa sterka samningsstöðu og fjárhagslegan styrk, tryggja sér forgang með langvarandi samningum. Þetta þýðir að: Orkan getur farið beint í stór verkefni, eins og stóriðju eða útflutning, í stað þess að styðja við almennar þarfir. Minni orkunotendur, eins og grænmetisbændur, lítil og meðalstór fyrirtæki eða heimili, sitja eftir með sama ótrygga aðgang og áður. Almenningur hefur engan lögmann sem semur fyrir þeirra hönd eða tryggir hagstæða skilmála á orkuverði langt fram í tímann. Venjulegt fólk og slík fyrirtæki treysta því á að stjórnvöld taki þessa ábyrgð að sér og gæti hagsmuna þeirra. Getum við sætt okkur við að framtíð íslensks atvinnulífs og auðlindanýtingar sé ákvörðuð án þess að þjóðin fái að segja sitt álit? Höfum við raunverulega tekið umræðuna um það hvort við séum tilbúin að fórna garðyrkjubændum okkar, litlum fyrirtækjum og fjölbreyttu atvinnulífi fyrir hámarksarðsemi? Það er ekki lýðræði – það er tómlæti. Almannahagsmunir mega ekki sitja á hakanum. Við þurfum að spyrja okkur: Viljum við samfélag sem stendur vörð um fjölbreytt atvinnulíf, nýsköpun og sjálfbærni – eða samfélag sem leyfir stærstu aðilunum að stjórna því hvernig við viljum haga framleiðslu okkar og áherslum? Skortur á stefnu í þágu almennings Mikið er talað um mikilvægi grænnar orkuöflunar fyrir orkuskipti og heimilin í landinu, þótt vitað sé að það eru ekki þessir aðilar sem geta borgað hæsta verðið fyrir orkuna. Ný uppbygging tryggir því ekki að orkan rati í þau verkefni sem sagt er að eigi að virkja fyrir. Nýlegt dæmi um þá sundrung sem getur skapast þegar almenningi þykir á hagsmunum annarra troðið má finna í Noregi. Þar snerist almenningur harkalega gegn orkumálunum þegar orkuverð til heimila rauk upp úr öllu valdi í orkukrísunni og skortur var á vernd fyrir almennan notanda. Auk þess hafa skapast miklar deilur um þróun vindorku í Noregi. Þar hefur allt að 70% af raforkuframleiðslu vindorkuvera farið til stækkunar orkufreks iðnaðar, en almenningur upplifir sig svikinn af fölskum loforðum um að þessi uppbygging myndi bæta orkuöryggi þeirra. Þetta hefur valdið djúpstæðum átökum og traust á stjórnvöldum hefur beðið hnekki. Þess vegna skiptir sköpum að innleiða öryggisventla sem tryggja almenningi skjól og forgang í orkumálum. Slíkir ventlar gera það ekki aðeins mögulegt að beina nýrri orku í verkefni sem þjóna samfélaginu og grænum orkuskiptum, heldur stuðla einnig að því að heimilin og minni aðilar hafi raunverulegan ávinning af uppbyggingu orkukerfisins. Þegar slíkt jafnvægi er til staðar minnka líkurnar á átökum og vantrausti gagnvart nýjum nýtingarmöguleikum. Að tryggja almenningi ávinning og vernd í þessum málaflokki er ekki aðeins réttlætismál heldur lykill að því að byggja upp traust og stuðla að þróun sem er til hagsbóta fyrir allt samfélagið. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir sem allir ættu að geta sameinast um. Rifjum upp tilgang stóriðjustefnunnar Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og stjórnarformaður Landsvirkjunar, lýsti tilgangi stóriðjustefnunnar sem leið stjórnvalda til að nýta íslenskar orkuauðlindir á hagkvæman hátt og stuðla að efnahagslegum framförum. Í viðtali við Frjálsa verslun árið 2019 sagði hann: „Markmiðið var að gera okkur kleift að ráðast í hagkvæma stórvirkjun með því að selja verulegan hluta orkunnar til orkufrekrar stóriðju. Þannig var annars vegar komið á fót nýjum útflutningsatvinnuvegi, en hins vegar tryggð hagkvæm raforka fyrir innlenda markaðinn.“ Hann bætti við að með sölu á orku til nýrrar stóriðju hefði bæði verið hægt að koma á nýjum útflutningsiðnaði og tryggja ódýra orku fyrir innlendan markað um langa framtíð. Þegar við skoðum fortíðina sjáum við hvernig fyrri kynslóðir lögðu grunn að því orkuöryggi sem við njótum í dag. Vel er vitað að orkuöryggi Íslendinga í dag er ekki síst afrakstur orkufrekrar iðnaðaruppbyggingar fyrri kynslóða. Sú hugsun fyrirrennara að byggja upp iðnað, en á sama tíma hlúa ætíð um leið að orkuöryggi almennings, lagði mikilvægan grunn að þeim lífsgæðum sem við búum við í dag, eins og kemur glögglega fram í ævisögu Jóhannesar Nordal. Eða eins og Steingrímur Hermannsson sagði árið 1977 í ræðu um skipulag orkumála: Markmiðið var að tryggja að „allir landsmenn gætu haft aðgang að nægri orku, öruggri orku og ódýrri orku.“ Flestum er ljóst að fjölbreyttur iðnaður á Íslandi er mikilvægur fyrir nútíð og framtíð landsins. Hins vegar er jafn ljóst að stefna okkar í orkumálum þarf að byggja á samhug og skýrri forgangsröðun, þar sem hagsmunir almennings og smærri fyrirtækja eru tryggðir. Að stuðla að sundrung og skipa í fylkingar getur vart talist gott veganesti fyrir frekari uppbyggingu orkumála hér á landi. Við þurfum að læra af fortíðinni, nýta þá reynslu og tryggja að framtíðarsýn okkar taki mið af þörfum allra. Tilgangur stjórnvalda með því að fá stórfyrirtæki hingað til lands til að byggja upp stóriðju var ekki að íslenskur almenningur myndi keppa við þau um orku á samkeppnismarkaði, eins og sumir fulltrúar stjórnmálanna virðast halda. Heldur var tilgangurinn að efla íslenskt atvinnulíf, að almenningur nyti góðs af uppbyggingu dreifkerfisins og að samfélagið allt myndi njóta efnahagslegs ávinnings af starfseminni og hafa eitthvað um hana að segja. Þegar um er að ræða auðlindir í þjóðareign er ekki hægt að sætta sig við að almenningur og venjuleg fyrirtæki séu skilin eftir á hliðarlínunni – áhrifalaus og áhorfandi að því hvernig framtíð þeirra er mótuð án þeirra þátttöku. Og eitt til viðbótar: Bæði Jóhannes Nordal og Steingrímur Hermannsson lögðu áherslu á mikilvægi þess að tryggja jafnvægi milli nýtingar auðlinda og náttúruverndar í ræðum og skrifum sínum. Þörf á skýrum forgangi Í starfi mínu sem orkumálastjóri lagði ég mikla áherslu á að tryggja raforkuöryggi fyrir almenning. Ég talaði fyrir því að setja öryggisventla í kerfið – reglur sem myndu tryggja að heimili og minni fyrirtæki fengju raforku í forgangi, sérstaklega á tímum umframeftirspurnar. Þessar tillögur mættu þó andstöðu. Meðal annars var ég kölluð „skömmtunarstjóri ríkisins“ fyrir það eitt að leggja til að stórnotendur gætu ekki gert nýja samninga á kostnað almennings. En ég trúi því að forgangur heimila og minni fyrirtækja sé ekki skömmtun – það er sanngirni og almannahagsmunir! Í íslenskri orkustefnu er skýrt kveðið á um að heimili eigi að njóta forgangs og fyrir þeirri stefnu tala ég. En á meðan engar reglur styðja þessa stefnu og enginn stjórnmálamaður talar fyrir henni er hún bara orð á blaði. Eins og fulltrúi Landsvirkjunar sagði nýlega: „Það blasir við að ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda, ógnar það raforkuöryggi almennings.“ Ég benti á þetta fyrir ári síðan en sem embættismaður gat ég ekki tekið endanlegar ákvarðanir eða breytt löggjöf. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að bregðast við. Eitt helsta erindi mitt í íslensk stjórnmál er að tryggja að hagsmunir almennings mæti ekki afgangi stjórnmálamanna. Ég ætla mér ekki að vera stjórnmálamaður sem stýrist af háværustu hagaðilum með mestu áhrifin í bakherbergjunum. Ég ætla mér að vera stjórnmálamaður sem vinnur í þágu allra landsmanna. Tími til að hefja samtalið Spurning garðyrkjubóndans situr enn í mér: „Hvenær var samtal tekið við þjóðina?“ Þetta samtal hefur aldrei verið tekið. Þjóðin hefur ekki verið spurð hvernig við viljum nýta auðlindir okkar eða hverjir eiga að njóta þeirra mest. Það er kominn tími til að breyta því. Raforka er ekki bara vara sem seld er til hæstbjóðanda. Hún er lífæð samfélagsins, grundvöllur daglegs lífs og atvinnurekstrar. Nú þarf að tryggja að allir njóti góðs af henni. Líka venjuleg fyrirtæki, garðyrkjubændur og heimilin í landinu. Viljum við verða verstöð fyrir erlenda fjárfestingasjóði, þar sem við seljum auðlindir okkar sem hrávöru til hæstbjóðanda, eða viljum við byggja upp fjölbreytt atvinnulíf sem styður við nýsköpun, minni fyrirtæki, virðisaukandi framleiðslu og gjaldeyrissparandi starfsemi? Þetta er ekki aðeins spurning um hagnað eða markaðslögmál – þetta er spurning um stefnu, gildi og framtíðarsýn fyrir Ísland. Raforka á ekki að vera lúxusvara sem einungis þeir sterkustu geta leyft sér að nýta á sínum forsendum. Hún er réttur allra landsmanna, réttur sem stjórnvöld verða að tryggja með skýrum reglum. Garðyrkjubóndinn spurði: „Hvenær var samtal tekið við þjóðina?“ Nú er kominn tími til að svara þeirri spurningu með aðgerðum, ekki bara orðum. Við þurfum að setja hagsmuni almennings í fyrsta sæti, tryggja réttláta nýtingu auðlinda og byggja upp samfélag sem veitir öllum tækifæri til að njóta góðs af þeim lífsgæðum sem náttúra okkar býður upp á. Þetta er spurning um réttlæti, sjálfbærni og framtíðarsýn – og framtíðin byrjar núna. Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri og oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun