Opið fyrir skipaferðir á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 08:03 Kerchsundi var lokað með olíuflutningaskipi. Vísir/AP Yfirvöld Rússlands segja að opnað hafi verið fyrir umferð skipa um Kerch-sund eftir að því var lokað í gær. Rússar segja þremur skipum flota Úkraínu hafa verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands og áhafnir þeirra hafi neitað að hlýða skipunum rússneska flotans. Því hafi verið skotið á skipin og hald lagt á þau. Einhverjir sjóliðar eru sagðir hafa særst en ekki liggur fyrir hver margir. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa stutt við bakið á með vopnum, hermönnum og öðrum hætti. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Rússsar segjast hafa opnað lögreglurannsókn vegna meintra brota áhafna skipanna á landhelgi Rússlands, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.Yfirvöld Rússlands segja að skipunum þremur hafi verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands, sem hafi verið lokað tímabundið, samkvæmt Washington Post, og að áhafnir þeirra hafi hagað sér með hættulegum hætti. Markmiðið hafi verið að skapa til deilna.Úkraínumenn segja þetta kolrangt. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir Rússa hafa hagað sér með ógnandi hætti og þeir hafi beitt ólöglegu afli gegn skipunum þremur og áhöfnum þeirra. Þar áður hafi rússnesku skipi verið siglt á dráttarbát, sem síðar var handsamaður, og hann skemmdur. Yfirvöld beggja ríkja hafa kallað eftir fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fer fram seinna í dag. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að opnað hafi verið fyrir umferð skipa um Kerch-sund eftir að því var lokað í gær. Rússar segja þremur skipum flota Úkraínu hafa verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands og áhafnir þeirra hafi neitað að hlýða skipunum rússneska flotans. Því hafi verið skotið á skipin og hald lagt á þau. Einhverjir sjóliðar eru sagðir hafa særst en ekki liggur fyrir hver margir. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa stutt við bakið á með vopnum, hermönnum og öðrum hætti. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Rússsar segjast hafa opnað lögreglurannsókn vegna meintra brota áhafna skipanna á landhelgi Rússlands, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.Yfirvöld Rússlands segja að skipunum þremur hafi verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands, sem hafi verið lokað tímabundið, samkvæmt Washington Post, og að áhafnir þeirra hafi hagað sér með hættulegum hætti. Markmiðið hafi verið að skapa til deilna.Úkraínumenn segja þetta kolrangt. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir Rússa hafa hagað sér með ógnandi hætti og þeir hafi beitt ólöglegu afli gegn skipunum þremur og áhöfnum þeirra. Þar áður hafi rússnesku skipi verið siglt á dráttarbát, sem síðar var handsamaður, og hann skemmdur. Yfirvöld beggja ríkja hafa kallað eftir fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fer fram seinna í dag.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50
Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39