Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 16:23 Paul Manafort er sagður hafa átt leynifundi í London með Julian Assange. vísir/epa Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum. Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum.
Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00