Milljarður í sekt eftir að hafa valdið skógareldi með kynafhjúpunarsprengju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 10:45 Tilkomumikið en örlagaríkt. Mynd/Skjáskot Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu. Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu.
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira