Földu kyn frumburðarins inni í útskriftartertunni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2014 08:30 Sif og Kári á útskriftardaginn. Mynd/Einkasafn „Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Við eigum von á okkar fyrsta barni í júní og ákváðum strax að við myndum vilja vita kynið, enda sennilega nægilega margt annað að fara koma okkur á óvart við komu krílisins,“ segir Sif Steingrímsdóttir. Hún og hennar heittelskaði, Kári Ólafsson, ákváðu að fá að vita kynið á barninu á skemmtilegan hátt. „Þegar við fengum úthlutaða dagsetningu í tuttugu vikna sónar og áttuðum okkur á að sónarinn væri daginn fyrir útskriftina mína úr meistaranámi í lögfræði fengum við þá skemmtilegu hugmynd að við myndum komast að kyninu í gegnum útskriftartertuna. Þá var það að fá ljósmóðurina og bakara til að taka þátt í glensinu með okkur. Ég hafði samband við hann Árna hjá Okkar bakaríi sem var til í slaginn og ljósmóðirin lét einnig til leiðast. Framkvæmdin var þannig að í sónarnum leyndi ljósmóðirin okkur kyninu, var voðalega lúmsk og þóttist ekkert sjá. Eftir að við vorum farin þaðan hringdi hún svo í Árna bakara sem beið klár með kökukeflið og matarlit á lofti og tilkynnti honum hvort við ættum von á stelpu eða strák,“ segir Sif. Í útskriftarveislunni var kynið síðan afhjúpað og var andrúmsloftið spennuþrungið.Það myndaðist mikil spenna í útskriftarveislunni þegar kakan var skorin.Mynd/Einkasafn„Í veislunni höfðum við safnað saman í stofunni heima öllum nánustu ættingjum og vinum, um fjörutíu manns. Á veisluborðinu var þessi fína útskriftarterta, hjúpuð hvítum marsípan og skreytt með bláu og bleiku til jafns. Við byrjuðum á að taka nafnakall á meðal gesta og allir voru látnir giska á kynið, því eftir að kyn kemur í ljós þykjast allir hafa vitað allan tímann það rétta. Í þetta skiptið var ágiskun hvers og eins einfaldlega skrásett og þar með komið í veg fyrir slíkt. Mikil spenna hafði myndast í veislunni og má segja að andrúmsloftið hafi verið orðið rafmagnað þegar kakan var loks skorin og bleiki liturinn kom í ljós undan marsípaninu,“ segir Sif og er hæstánægð með þetta uppátæki. „Það var óneitanlega ansi tilfinningarík stund, allir föðmuðust og klöppuðu fyrir litlu stelpunni. Þetta var virkilega skemmtilegt, okkar nánustu fengu að taka þátt í þessari stund með okkur og þetta gerði útskriftarveisluna ógleymanlega.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira