Ætla að bæta varnir á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 11:03 S-400 loftvarnarkerfi í Moskvu. EPA/SERGEI ILNITSKY Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00