Jón Arnór: Nýir leikmenn taka við og gera framtíðina spennandi og skemmtilega Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:44 Tíminn er að renna sitt skeið hjá „gömlu“ mönnunum Hlyni Bæringssyni og Jóni Arnóri vísir/daníel Besti körfuknattleiksmaður Íslands hefur átt betri daga en í dag en var stoltur af sínum mönnum og var sammála því að sóknarleikurinn hafi kostað Ísland sigurinn. „Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í verkefnið. Ég hitti klárlega ekki á minn besta dag og það var erfitt á köflum. Þeir lokuðu vel á okkur og við hittum ekki nógu vel og svo var þetta svolítið stirðbusalegt á köflum. Eins og ég hef sagt áður þá vantar svolítið mikið þegar Martin er ekki með en hann er svona leikmaður sem nær að brjóta upp leikinn fyrir okkur. Svo vantar Kára og Hauk líka og þetta eru þrír stórir póstar og sérstaklega sóknarlega,“ sagði Jón Arnor Stefánsson að loknu 66-79 tapi fyrir Belgum í forkeppni Eurobasket í Laugardalshöll í kvöld. „Ég hef svo sem ekkert mikið um framhaldið að segja, framtíðin er eins og hún er. Það eru kynslóðaskipti og það er verkefnið núna, leikurinn í dag er líklega sá síðasti sem ég spila einhverjar mínútur en svo er sá kafli búinn og nýjir leikmenn taka við og byggja upp aftur og gera þetta að spennandi og skemmtilegri framtíð. Það er bara gaman, við erum með fullt af hörku góðum spilurum sem geta spilað vörn og gefið alla orku í þetta og verið klókir“. Jón Arnór var síðan spurður út í það hvort staðreyndin að 11 af 12 leikmönnum í íslenska hópnum spila í Dominos deildinni sýni styrk deildarinnar. „Já það segir ýmislegt. Dominos deildin er sterk og það skiptir máli að menn séu að hugsa um sjálfan sig og æfa eins og þeir séu að stefna á að fara út. Þetta eru samt leikmenn sem hafa spilað erlendis og Elvar hefur bætt sig helling og Kristó kemur mjög sterkur heim. Þetta eru strákar sem eru framtíðin og svo eigum við Martin, Hauk og Tryggva sem eru að spila mikið og vel. Svo var Kári Jónss. óheppinn með þessi meiðsli sem hann lendir í en hann kemur sterkari til baka. Ég hef litlar áhyggjur af þessu og það verður gaman að fylgjast með framtíðinni“. Körfubolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Besti körfuknattleiksmaður Íslands hefur átt betri daga en í dag en var stoltur af sínum mönnum og var sammála því að sóknarleikurinn hafi kostað Ísland sigurinn. „Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í verkefnið. Ég hitti klárlega ekki á minn besta dag og það var erfitt á köflum. Þeir lokuðu vel á okkur og við hittum ekki nógu vel og svo var þetta svolítið stirðbusalegt á köflum. Eins og ég hef sagt áður þá vantar svolítið mikið þegar Martin er ekki með en hann er svona leikmaður sem nær að brjóta upp leikinn fyrir okkur. Svo vantar Kára og Hauk líka og þetta eru þrír stórir póstar og sérstaklega sóknarlega,“ sagði Jón Arnor Stefánsson að loknu 66-79 tapi fyrir Belgum í forkeppni Eurobasket í Laugardalshöll í kvöld. „Ég hef svo sem ekkert mikið um framhaldið að segja, framtíðin er eins og hún er. Það eru kynslóðaskipti og það er verkefnið núna, leikurinn í dag er líklega sá síðasti sem ég spila einhverjar mínútur en svo er sá kafli búinn og nýjir leikmenn taka við og byggja upp aftur og gera þetta að spennandi og skemmtilegri framtíð. Það er bara gaman, við erum með fullt af hörku góðum spilurum sem geta spilað vörn og gefið alla orku í þetta og verið klókir“. Jón Arnór var síðan spurður út í það hvort staðreyndin að 11 af 12 leikmönnum í íslenska hópnum spila í Dominos deildinni sýni styrk deildarinnar. „Já það segir ýmislegt. Dominos deildin er sterk og það skiptir máli að menn séu að hugsa um sjálfan sig og æfa eins og þeir séu að stefna á að fara út. Þetta eru samt leikmenn sem hafa spilað erlendis og Elvar hefur bætt sig helling og Kristó kemur mjög sterkur heim. Þetta eru strákar sem eru framtíðin og svo eigum við Martin, Hauk og Tryggva sem eru að spila mikið og vel. Svo var Kári Jónss. óheppinn með þessi meiðsli sem hann lendir í en hann kemur sterkari til baka. Ég hef litlar áhyggjur af þessu og það verður gaman að fylgjast með framtíðinni“.
Körfubolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira