„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Stefán Marteinn skrifar 26. nóvember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67. „Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
„Ánægður með tvö dýrmæt stig fyrst og síðast. Margt jákvætt í okkar leik og við förum ánægð frá þessu,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tók Njarðvík alla stjórn og náði að sigla fram úr Val. „Hrós á Valsliðið í fyrri hálfleik. Augljóslega lið sem er búið að vera í smá brekku. Þær komu áræðnar og af krafti. Þær áttu fyrstu höggin varnarlega og okkur vantaði meiri áræðni á hringinn. Við komum okkur ekki einu sinni á vítalínuna í fyrri hálfleik. Þær eru að setja góð skot, Dagbjört stígur vel upp og svo bara dugnaður eins og Sara Líf hérna út um allt í sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Við náðum að klippa á þessa hluti bæði sóknarfráköst og Brit [Brittany Dinkins] gerði miklu betur á Dagbjörtu í síðari hálfleik og stelpurnar sem voru að dekka Cerino [Alyssa Marie Cerino] voru náttúrlega bara frábærar. Hún skorar einhver átta, níu stig og þurfti að hafa mikið fyrir þeim.“ Emilie Hesseldal var frábær í liði Njarðvíkur og var með sannkallaða tröllatvennu en hún tók 24 fráköst auk þess að skora 16 stig. „Ég er bara svo ánægður með að hún hafi hitt út vítunum sínum. Við erum búin að vera hundóánægð með það bæði hvað hún er búin að vera í lágri prósentu þar og hún steig upp þar. Hún hefur verið dugleg að æfa þegar aðrir hópar hafa verið að koma inn á eftir okkur og sú extra vinna er að skila sér.” “Ég bað hana um að taka tuttugu fráköst í dag og hún fór ríflega í það og ég er ánægður með það. Valsliðið er án Ástu Júlíu og það vantar mikið í teygin þar þannig auðvitað á hún bara að eiga frákasta baráttuna sem að hún og gerði.“ Njarðvíkurliðið er í hörku baráttu við topp deildarinnar. „Vonandi getum við byggt ofan á þetta. Við erum að fara í hrikalega erfitt prógram. Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins. Við erum að fara á Akureyri í næsta leik, svo kemur bikarleikur og svo erum við að fara í Smáran á móti Grindavík og svo fáum við Keflavík hingað og við byrjum á Króknum eftir áramót. Við eigum bara risa leiki og krefjandi verkefni framundan.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum