Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Árni Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2024 22:38 Elvar Friðriksson var frábær gegn Ítalíu í kvöld. 15 stig og átta stoðsendingar. Vísir / Anton Brink Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“ Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Elvar var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig þessi stór sigur vannst. „Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir. Við bara föttum ekki á móti hverjum við erum að spila“, sagði Elvar en á pappírnum voru Ítalir sterkari en á föstudaginn. Leikmenn sem eru í liðum sem taka þátt í EuroLeague bættust við hópinn og brekkan því brött fyrir leik. „Við erum bara fastir í okkar og spilum okkar leik. Frammistaðan hjá þessum strákum í dag var bara ótrúleg. Kiddi Pálss., Arnar með gott innlegg, Styrmir og Bjarni. Þetta var bara úr öllum áttum og við þurftum á þessu að halda til að eiga möguleika á sigri. Þvílíkur liðssigur.“ Svo var spurt út í leikplanið en þjálfarateymið skipti mönnum ört inn á og það var ljóst að passað var upp á að menn væru ferskir langt inn í leikinn. Sem var öfugt við það sem gert var á föstudaginn. „Maður er alveg vanur að spila mikið í leikjum en maður fann það hvað það var mikilvægt að fá pásu á milli og strákarnir sem komu inn á voru fullir af orku og það haldi áfram að byggjast upp. Þá kemur maður endurnærður inn í leikinn aftur. Varnarplanið og hvernig við gátum brugðist við þeirra leik gaf okkur auka orku. Við vissum við hverju var að búast. Við framkvæmdum þennan leik bara fáránlega vel í dag.“ Ísland komst yfir með 14 stigum snemma leiks en lent síðan undir í upphafi seinni hálfleiks. Var það stærsti karakterinn í þessu hvernig þeir komust fram úr aftur? Hvað fór fram í leikhléunum þegar Ítalir voru með stemmninguna með sér? „Það er einhvernveginn að ná aftur fókus í leikhléunum og svo tönglast á því að halda áfram. Það þýðir ekkert að setja hausinn niður. Við komum bara með risa play og þau komu í röðum þannig að það var auðvelt að vera jákvæður því við vissum að við ættum alltaf svar. Þetta var bara áfram áfram áfram.“ Er þetta stærsti sigur Elvars á ferlinum? „Já mögulega. Að koma hingað til Ítalíu og enginn vonaði að við myndum stríða þeim eftir síðasta leik. Þetta er allavega uppáhalds sigurinn minn í augnablikinu.“
Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47