Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2018 14:48 Bjarni Már og Áslaug Thelma bíða væntanlega niðurstöðu innri endurskoðunar í ofvæni. Í tölvupósti sem Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sendi til starfsmanna stofnunarinnar kemur fram að innri endurskoðun meti uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur réttmæta. Fréttablaðið greindi frá þessu nú fyrir nokkrum mínútum. „Þeim voru gefnar ástæður fyrir uppsögnum en í úttektinni er okkur bent á tiltekna hluti sem betur hefðu mátt fara við framkvæmd uppsagna. Þær ræðum við betur við viðkomandi. Við fáum líka ábendingar um ferla og fleira sem við vinnum skipulega úr eins og eftir aðrar úttektir,“ segir í tölvupóstinum.Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.visir/vilhelmÞá kemur jafnframt fram í tölvupóstinum að innri endurskoðun telji réttmætt hafi verið að reka Bjarna Má Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON.Ásakanir um tilhæfulausan brottrekstur sagðar tilhæfulausar Orkuveita Reykjavíkur boðaði til blaðamannafundar klukkan þrjú í dag og sendi í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þarsem segir meðal annars: „Ásakanir um að uppsögn millistjórnanda hjá ON hefði verið óréttmæt og til marks um óheilbrigða vinnustaðarmenningu voru því teknar mjög alvarlega. Þann 19. september síðastliðinn óskaði stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir því að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem jafnframt sinnir hlutverki innri endurskoðunar hjá OR, gerði óháða úttekt á tilteknum starfsmannamálum og vinnustaðarmenningunni með liðsinni utanaðkomandi sérfræðinga. Samhliða ákvörðun um úttekt féllst stjórn á ósk forstjóra OR um að stíga til hliðar meðan á úttektinni stæði til að tryggja trúverðugleika hennar. Innri endurskoðun leitaði til viðurkenndra utanaðkomandi sérfræðinga á þessu sviði. Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur að undanskildum þeim hluta úttektarinnar sem fyrirtækinu er ekki heimilt að birta vegna persónuverndarlaga.Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir.“ Samkvæmt þessu er það á valdi þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más að útlista nánar á hverju uppsagnir þeirra grundvölluðust. Í tilkynningunni, sem Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi OR sendi fyrir hönd Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra, segir jafnframt: Frá kynningu úttektarinnar sem fram fór nú rétt í þessu.visir/vilhelm„Ekki eru vísbendingar um að óheilbrigð starfsemi eins og kynbundin áreiti sé látið líðast. Flestum starfsmönnum líður vel í vinnunni. Tíðni kynferðilegrar áreitni er lág.“Áslaug Thelma ósátt Áslaug Thelma er ósátt við það að í engu hafi verið haft samráð við hana vegna kynningar á niðurstöðu rannsóknar innri endurskoðunar á málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Facebookfærslu hennar nú fyrir stundu. „Ég les eins og aðrir í fjölmiðlum að skýrsla rannsóknar Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar verður kynnt á blaðamannafundi í dag kl 15:00 hjá Orkuveitunni. Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag,“ segir Áslaug Thelma. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Áslaug Thelma rakið brottrekstur sinn frá ON, dótturfélagi OR, til þess að hún kvartaði undan kynferðislegri áreitni framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíussyni. Málið vakti mikla athygli og var Bjarni, í kjölfar þess að málið komst í hámæli rekinn frá fyrirtækinu. Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason vék tímabundið til hliðar meðan rannsókn á málinu færi fram. Helga Jónsdóttir tók við stöðu hans til tveggja mánaða. Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. 18. september 2018 18:30 Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins. 26. október 2018 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í tölvupósti sem Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sendi til starfsmanna stofnunarinnar kemur fram að innri endurskoðun meti uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur réttmæta. Fréttablaðið greindi frá þessu nú fyrir nokkrum mínútum. „Þeim voru gefnar ástæður fyrir uppsögnum en í úttektinni er okkur bent á tiltekna hluti sem betur hefðu mátt fara við framkvæmd uppsagna. Þær ræðum við betur við viðkomandi. Við fáum líka ábendingar um ferla og fleira sem við vinnum skipulega úr eins og eftir aðrar úttektir,“ segir í tölvupóstinum.Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.visir/vilhelmÞá kemur jafnframt fram í tölvupóstinum að innri endurskoðun telji réttmætt hafi verið að reka Bjarna Má Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON.Ásakanir um tilhæfulausan brottrekstur sagðar tilhæfulausar Orkuveita Reykjavíkur boðaði til blaðamannafundar klukkan þrjú í dag og sendi í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þarsem segir meðal annars: „Ásakanir um að uppsögn millistjórnanda hjá ON hefði verið óréttmæt og til marks um óheilbrigða vinnustaðarmenningu voru því teknar mjög alvarlega. Þann 19. september síðastliðinn óskaði stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir því að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem jafnframt sinnir hlutverki innri endurskoðunar hjá OR, gerði óháða úttekt á tilteknum starfsmannamálum og vinnustaðarmenningunni með liðsinni utanaðkomandi sérfræðinga. Samhliða ákvörðun um úttekt féllst stjórn á ósk forstjóra OR um að stíga til hliðar meðan á úttektinni stæði til að tryggja trúverðugleika hennar. Innri endurskoðun leitaði til viðurkenndra utanaðkomandi sérfræðinga á þessu sviði. Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur að undanskildum þeim hluta úttektarinnar sem fyrirtækinu er ekki heimilt að birta vegna persónuverndarlaga.Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir.“ Samkvæmt þessu er það á valdi þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más að útlista nánar á hverju uppsagnir þeirra grundvölluðust. Í tilkynningunni, sem Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi OR sendi fyrir hönd Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra, segir jafnframt: Frá kynningu úttektarinnar sem fram fór nú rétt í þessu.visir/vilhelm„Ekki eru vísbendingar um að óheilbrigð starfsemi eins og kynbundin áreiti sé látið líðast. Flestum starfsmönnum líður vel í vinnunni. Tíðni kynferðilegrar áreitni er lág.“Áslaug Thelma ósátt Áslaug Thelma er ósátt við það að í engu hafi verið haft samráð við hana vegna kynningar á niðurstöðu rannsóknar innri endurskoðunar á málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Facebookfærslu hennar nú fyrir stundu. „Ég les eins og aðrir í fjölmiðlum að skýrsla rannsóknar Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar verður kynnt á blaðamannafundi í dag kl 15:00 hjá Orkuveitunni. Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag,“ segir Áslaug Thelma. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Áslaug Thelma rakið brottrekstur sinn frá ON, dótturfélagi OR, til þess að hún kvartaði undan kynferðislegri áreitni framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíussyni. Málið vakti mikla athygli og var Bjarni, í kjölfar þess að málið komst í hámæli rekinn frá fyrirtækinu. Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason vék tímabundið til hliðar meðan rannsókn á málinu færi fram. Helga Jónsdóttir tók við stöðu hans til tveggja mánaða.
Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. 18. september 2018 18:30 Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins. 26. október 2018 06:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. 18. september 2018 18:30
Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins. 26. október 2018 06:00