Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2018 14:48 Bjarni Már og Áslaug Thelma bíða væntanlega niðurstöðu innri endurskoðunar í ofvæni. Í tölvupósti sem Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sendi til starfsmanna stofnunarinnar kemur fram að innri endurskoðun meti uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur réttmæta. Fréttablaðið greindi frá þessu nú fyrir nokkrum mínútum. „Þeim voru gefnar ástæður fyrir uppsögnum en í úttektinni er okkur bent á tiltekna hluti sem betur hefðu mátt fara við framkvæmd uppsagna. Þær ræðum við betur við viðkomandi. Við fáum líka ábendingar um ferla og fleira sem við vinnum skipulega úr eins og eftir aðrar úttektir,“ segir í tölvupóstinum.Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.visir/vilhelmÞá kemur jafnframt fram í tölvupóstinum að innri endurskoðun telji réttmætt hafi verið að reka Bjarna Má Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON.Ásakanir um tilhæfulausan brottrekstur sagðar tilhæfulausar Orkuveita Reykjavíkur boðaði til blaðamannafundar klukkan þrjú í dag og sendi í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þarsem segir meðal annars: „Ásakanir um að uppsögn millistjórnanda hjá ON hefði verið óréttmæt og til marks um óheilbrigða vinnustaðarmenningu voru því teknar mjög alvarlega. Þann 19. september síðastliðinn óskaði stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir því að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem jafnframt sinnir hlutverki innri endurskoðunar hjá OR, gerði óháða úttekt á tilteknum starfsmannamálum og vinnustaðarmenningunni með liðsinni utanaðkomandi sérfræðinga. Samhliða ákvörðun um úttekt féllst stjórn á ósk forstjóra OR um að stíga til hliðar meðan á úttektinni stæði til að tryggja trúverðugleika hennar. Innri endurskoðun leitaði til viðurkenndra utanaðkomandi sérfræðinga á þessu sviði. Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur að undanskildum þeim hluta úttektarinnar sem fyrirtækinu er ekki heimilt að birta vegna persónuverndarlaga.Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir.“ Samkvæmt þessu er það á valdi þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más að útlista nánar á hverju uppsagnir þeirra grundvölluðust. Í tilkynningunni, sem Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi OR sendi fyrir hönd Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra, segir jafnframt: Frá kynningu úttektarinnar sem fram fór nú rétt í þessu.visir/vilhelm„Ekki eru vísbendingar um að óheilbrigð starfsemi eins og kynbundin áreiti sé látið líðast. Flestum starfsmönnum líður vel í vinnunni. Tíðni kynferðilegrar áreitni er lág.“Áslaug Thelma ósátt Áslaug Thelma er ósátt við það að í engu hafi verið haft samráð við hana vegna kynningar á niðurstöðu rannsóknar innri endurskoðunar á málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Facebookfærslu hennar nú fyrir stundu. „Ég les eins og aðrir í fjölmiðlum að skýrsla rannsóknar Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar verður kynnt á blaðamannafundi í dag kl 15:00 hjá Orkuveitunni. Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag,“ segir Áslaug Thelma. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Áslaug Thelma rakið brottrekstur sinn frá ON, dótturfélagi OR, til þess að hún kvartaði undan kynferðislegri áreitni framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíussyni. Málið vakti mikla athygli og var Bjarni, í kjölfar þess að málið komst í hámæli rekinn frá fyrirtækinu. Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason vék tímabundið til hliðar meðan rannsókn á málinu færi fram. Helga Jónsdóttir tók við stöðu hans til tveggja mánaða. Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. 18. september 2018 18:30 Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins. 26. október 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í tölvupósti sem Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sendi til starfsmanna stofnunarinnar kemur fram að innri endurskoðun meti uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur réttmæta. Fréttablaðið greindi frá þessu nú fyrir nokkrum mínútum. „Þeim voru gefnar ástæður fyrir uppsögnum en í úttektinni er okkur bent á tiltekna hluti sem betur hefðu mátt fara við framkvæmd uppsagna. Þær ræðum við betur við viðkomandi. Við fáum líka ábendingar um ferla og fleira sem við vinnum skipulega úr eins og eftir aðrar úttektir,“ segir í tölvupóstinum.Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.visir/vilhelmÞá kemur jafnframt fram í tölvupóstinum að innri endurskoðun telji réttmætt hafi verið að reka Bjarna Má Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON.Ásakanir um tilhæfulausan brottrekstur sagðar tilhæfulausar Orkuveita Reykjavíkur boðaði til blaðamannafundar klukkan þrjú í dag og sendi í kjölfarið frá sér fréttatilkynningu þarsem segir meðal annars: „Ásakanir um að uppsögn millistjórnanda hjá ON hefði verið óréttmæt og til marks um óheilbrigða vinnustaðarmenningu voru því teknar mjög alvarlega. Þann 19. september síðastliðinn óskaði stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir því að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, sem jafnframt sinnir hlutverki innri endurskoðunar hjá OR, gerði óháða úttekt á tilteknum starfsmannamálum og vinnustaðarmenningunni með liðsinni utanaðkomandi sérfræðinga. Samhliða ákvörðun um úttekt féllst stjórn á ósk forstjóra OR um að stíga til hliðar meðan á úttektinni stæði til að tryggja trúverðugleika hennar. Innri endurskoðun leitaði til viðurkenndra utanaðkomandi sérfræðinga á þessu sviði. Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur að undanskildum þeim hluta úttektarinnar sem fyrirtækinu er ekki heimilt að birta vegna persónuverndarlaga.Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir.“ Samkvæmt þessu er það á valdi þeirra Áslaugar Thelmu og Bjarna Más að útlista nánar á hverju uppsagnir þeirra grundvölluðust. Í tilkynningunni, sem Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi OR sendi fyrir hönd Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra, segir jafnframt: Frá kynningu úttektarinnar sem fram fór nú rétt í þessu.visir/vilhelm„Ekki eru vísbendingar um að óheilbrigð starfsemi eins og kynbundin áreiti sé látið líðast. Flestum starfsmönnum líður vel í vinnunni. Tíðni kynferðilegrar áreitni er lág.“Áslaug Thelma ósátt Áslaug Thelma er ósátt við það að í engu hafi verið haft samráð við hana vegna kynningar á niðurstöðu rannsóknar innri endurskoðunar á málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í Facebookfærslu hennar nú fyrir stundu. „Ég les eins og aðrir í fjölmiðlum að skýrsla rannsóknar Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar verður kynnt á blaðamannafundi í dag kl 15:00 hjá Orkuveitunni. Ég hef ekki séð lokaskýrsluna og mér var ekki gert viðvart um að hún og þá væntanlega gögn um mína persónulegu hagi yrðu gerð opinber í dag,“ segir Áslaug Thelma. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Áslaug Thelma rakið brottrekstur sinn frá ON, dótturfélagi OR, til þess að hún kvartaði undan kynferðislegri áreitni framkvæmdastjóra ON, Bjarna Má Júlíussyni. Málið vakti mikla athygli og var Bjarni, í kjölfar þess að málið komst í hámæli rekinn frá fyrirtækinu. Forstjóri OR, Bjarni Bjarnason vék tímabundið til hliðar meðan rannsókn á málinu færi fram. Helga Jónsdóttir tók við stöðu hans til tveggja mánaða.
Orkumál Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. 18. september 2018 18:30 Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins. 26. október 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Borgarstjóri segir að upplýsa þurfi Orkuveitumálið Borgarstjóri segir koma á óvart hversu margir stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafi viðhaft óæskilega framkomu í garð starfsmanna og annarra. 18. september 2018 18:30
Stjórnendur Orkuveitu deildu á ræðu Áslaugar Stuðningur við starfsmannastjóra OR á fundi stjórnenda í gær. Tekið undir gagnrýni á ræðu Áslaugar Thelmu á kvennafrídaginn. Starfandi forstjóri telur sig ekki þurfa að gæta sérstaks hlutleysis í ljósi yfirstandandi úttektar innan fyrirtækisins. 26. október 2018 06:00