Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 18:39 Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefur óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar. Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Segir Bjarni að hann telji mikilvægt, bæði í þágu starfsmanna og almennings, að sú skoðun fari fram. „Þar mega mínar ákvarðarnir ekki vera undanskildar,“ skrifar Bjarni. Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar segir að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Eftirfarandi er tilkynning frá forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur:Ég hef óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Ég tel afar mikilvægt bæði í þágu starfsmanna og almennings að sú skoðun fari fram. Þar mega mínar ákvarðanir ekki vera undanskildar.Því tel ég rétt að víkja tímabundið á meðan málið er skoðað.Starfsfólk OR hefur lagt mikið á sig á síðustu árum við að byggja fyrirtækið upp á ný úr krappri stöðu. Sú vinna hefur ekki síst snúið að auknu jafnrétti kynjanna og bættri vinnustaðarmenningu. Áríðandi er að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram.Fréttin er í vinnslu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefur óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar. Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Segir Bjarni að hann telji mikilvægt, bæði í þágu starfsmanna og almennings, að sú skoðun fari fram. „Þar mega mínar ákvarðarnir ekki vera undanskildar,“ skrifar Bjarni. Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru. Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sagði frá því að hann hefði átt fund með forstjóra stórfyrirtækis og greint honum frá óviðeigandi og dónalegri framgöngu framkvæmdastjóra hans. Einar segir að forstjórinn, sem seinna kom í ljós að var Bjarni Bjarnason forstjóri OR hafi gefið lítið fyrir þetta. En, Bjarni kallaði engu að síður saman stjórn ON, en ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og í kjölfarið var framkvæmdastjórinn, Bjarni Már Júlíusson rekinn. Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hann hefði ekki haft sömu upplifun af fundinum og Einar. Bjarni sagðist hafa litið málið mjög alvarlegum augum og að hann hefði ekki vitað af þessum málum sem vörðuðu framkvæmdastjóra ON. Áslaug fullyrti í dag að forstjórinn hefði verið fullmeðvitaður um þessi mál og lýsti yfir furðu sinni að hann hefði notið stuðnings stjórnarformanns OR. Eftirfarandi er tilkynning frá forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur:Ég hef óskað eftir því við formann stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Ég tel afar mikilvægt bæði í þágu starfsmanna og almennings að sú skoðun fari fram. Þar mega mínar ákvarðanir ekki vera undanskildar.Því tel ég rétt að víkja tímabundið á meðan málið er skoðað.Starfsfólk OR hefur lagt mikið á sig á síðustu árum við að byggja fyrirtækið upp á ný úr krappri stöðu. Sú vinna hefur ekki síst snúið að auknu jafnrétti kynjanna og bættri vinnustaðarmenningu. Áríðandi er að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram.Fréttin er í vinnslu
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19