Dreymir um úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2018 12:30 KA/Þór fagnar sigrinum á Fram. mynd/egill bjarni friðjónsson Línumaðurinn ungi og efnilegi, Anna Þyrí Halldórsdóttir, tryggði nýliðum KA/Þórs frækinn sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Fram, í KA-heimilinu á þriðjudaginn. Gestirnir jöfnuðu í 23-23 og lokasókn heimakvenna, sem voru manni færri á þessum tímapunkti, var komin í öngstræti þegar Martha Hermannsdóttir fann Önnu Þyrí inni á línunni. Hún skilaði boltanum í netið, skoraði sitt fimmta mark og tryggði KA/Þór stigin tvö. „Við stefndum að því að vinna þennan leik eins og alla aðra. Eftir dapran leik á móti HK ætluðum við að svara fyrir okkur. Þetta var mjög sætt,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurinn á Fram var fjórði sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í vetur en liðið er í 4. sæti með átta stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. En hefur þessi góða byrjun komið leikmönnum KA/Þórs á óvart? „Í rauninni ekki. Þegar deildin byrjaði sáum við að allir geta unnið alla. Við erum kannski búnar að vinna leiki sem ekki margir bjuggust við að myndum vinna. En við erum með mikið sjálfstraust,“ svaraði Hulda en KA/Þór vann Grill 66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu. Varnarleikur KA/Þórs hefur verið sterkur það sem af er tímabili en aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk en nýliðarnir. „Við spilum mjög góða 6-0 vörn. Þegar við náum að stilla upp er erfitt að brjóta vörnina okkar á bak aftur. Svo höfum við hlaupið virkilega vel til baka,“ sagði Hulda sem játti því að lið KA/Þórs væri í góðu líkamlegu formi, eftir að hafa tekið vel á því á undirbúningstímabilinu. „Við byrjuðum snemma og höfum æft virkilega vel. Það skilar sér. Við þurftum að æfa svona eftir að hafa komið upp úr Grill 66 deildinni. Það voru alveg viðbrigði. Við höfum lyft meira en vorum samt líka í hörkuformi í fyrra.“ Þegar þriðjungur af Olís-deildinni er búinn er KA/Þór í góðri stöðu og mun nær toppi en botni. Hulda segir að Norðanstúlkur leyfi sér að dreyma um að komast í úrslitakeppnina. „Okkar markmið var fyrst og fremst að halda okkur uppi. Eins og staðan er núna lítur það vel út. Auðvitað horfir maður á úrslitakeppnina en samkeppnin er mikil. Það er draumur að komast þangað og við ætlum að reyna það,“ sagði Hulda. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í Coca Cola bikarnum á morgun. Norðanstúlkur komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili og voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn. KA/Þór tapaði með tveggja marka mun, 23-21, fyrir Haukum í undanúrslitunum. „Það var frábært. Okkur langar aftur í Höllina. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Hulda og bætti við að frammistaðan í bikarkeppninni á síðasta tímabili hafi gefið KA/Þór styrk og trú fyrir átökin í Olís-deildinni í vetur. „Við sáum að við vorum ekkert mikið lakari en Haukar og við erum búnar að vinna þá í vetur. Við vitum alveg hvað við getum,“ sagði Hulda að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Línumaðurinn ungi og efnilegi, Anna Þyrí Halldórsdóttir, tryggði nýliðum KA/Þórs frækinn sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Fram, í KA-heimilinu á þriðjudaginn. Gestirnir jöfnuðu í 23-23 og lokasókn heimakvenna, sem voru manni færri á þessum tímapunkti, var komin í öngstræti þegar Martha Hermannsdóttir fann Önnu Þyrí inni á línunni. Hún skilaði boltanum í netið, skoraði sitt fimmta mark og tryggði KA/Þór stigin tvö. „Við stefndum að því að vinna þennan leik eins og alla aðra. Eftir dapran leik á móti HK ætluðum við að svara fyrir okkur. Þetta var mjög sætt,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurinn á Fram var fjórði sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í vetur en liðið er í 4. sæti með átta stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. En hefur þessi góða byrjun komið leikmönnum KA/Þórs á óvart? „Í rauninni ekki. Þegar deildin byrjaði sáum við að allir geta unnið alla. Við erum kannski búnar að vinna leiki sem ekki margir bjuggust við að myndum vinna. En við erum með mikið sjálfstraust,“ svaraði Hulda en KA/Þór vann Grill 66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu. Varnarleikur KA/Þórs hefur verið sterkur það sem af er tímabili en aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk en nýliðarnir. „Við spilum mjög góða 6-0 vörn. Þegar við náum að stilla upp er erfitt að brjóta vörnina okkar á bak aftur. Svo höfum við hlaupið virkilega vel til baka,“ sagði Hulda sem játti því að lið KA/Þórs væri í góðu líkamlegu formi, eftir að hafa tekið vel á því á undirbúningstímabilinu. „Við byrjuðum snemma og höfum æft virkilega vel. Það skilar sér. Við þurftum að æfa svona eftir að hafa komið upp úr Grill 66 deildinni. Það voru alveg viðbrigði. Við höfum lyft meira en vorum samt líka í hörkuformi í fyrra.“ Þegar þriðjungur af Olís-deildinni er búinn er KA/Þór í góðri stöðu og mun nær toppi en botni. Hulda segir að Norðanstúlkur leyfi sér að dreyma um að komast í úrslitakeppnina. „Okkar markmið var fyrst og fremst að halda okkur uppi. Eins og staðan er núna lítur það vel út. Auðvitað horfir maður á úrslitakeppnina en samkeppnin er mikil. Það er draumur að komast þangað og við ætlum að reyna það,“ sagði Hulda. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í Coca Cola bikarnum á morgun. Norðanstúlkur komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili og voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn. KA/Þór tapaði með tveggja marka mun, 23-21, fyrir Haukum í undanúrslitunum. „Það var frábært. Okkur langar aftur í Höllina. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Hulda og bætti við að frammistaðan í bikarkeppninni á síðasta tímabili hafi gefið KA/Þór styrk og trú fyrir átökin í Olís-deildinni í vetur. „Við sáum að við vorum ekkert mikið lakari en Haukar og við erum búnar að vinna þá í vetur. Við vitum alveg hvað við getum,“ sagði Hulda að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira