Sefcovic styður Timmermans í vali á Jafnaðarmanna á mögulegum arftaka Juncker Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2018 11:18 Frans Timmermans og Maros Sefcovic á góðri stund. EPA/OLIVIER HOSLET Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014. Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Slóvakinn Maros Sefcovic, einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki lengur eftir því að verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þess í stað hefur hann lýst yfir stuðningi við Hollendinginn Frans Timmermans, annan varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, sem sækist eftir því að verða frambjóðandi fylkingar Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu til forseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean Claude Juncker lætur af störfum eftir kosningarnar til Evrópuþingsins á næsta ári.Á könnu Leiðtogaráðsins Sefcovic, sem farið hefur með málefni orkubandalagsins innan framkvæmdastjórnarinnar, lýsti yfir framboði sínu í september en hefur nú dregið það til baka. Hann segist þó reiðubúinn að starfa með Timmermans. Leiðtogaráð ESB mun tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar þar sem því er ætlað að taka tillit til niðurstöðu kosninganna til Evrópuþingsins. Evrópuþingið hefur talað fyrir því að forsetinn verði valinn úr hópi frambjóðenda fylkinganna á þinginu. Deildar meiningar eru þó um þá skoðun.Ræðst í desember Þinghópur Jafnaðarmanna á Evrópuþinginu munu að öllum líkindum fylkja sér að baki Timmermans á þingi sínu í Lissabon í næsta mánuði. Hópurinn er næststærsti þinghópurinn á Evrópuþinginu. Stærsti hópurinn, hægriflokkurinn Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), mun velja tilnefna sinn frambjóðanda á þingi í Helsinki á fimmtudaginn. Þar stendur valið milli bæverska þingflokksformanns EPP á Evrópuþinginu, Manfred Weber, og fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, Alexander Stubb. Timmermans er fyrrverandi utanríkisráðherra Hollands og hefur átt sæti í framkvæmdastjórn ESB frá árinu 2014.
Evrópusambandið Finnland Holland Norðurlönd Slóvakía Tengdar fréttir Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22 Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber lýsti í dag yfir að hann sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB á næsta ári. 5. september 2018 23:22
Slóvakinn Sefcovic vill leiða ESB Einn varaforseta framkvæmdastjórnar ESB kveðst sækist eftir því að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar þegar Jean Claude Juncker lætur af störfum á næsta ári. 17. september 2018 12:59