Seinni bylgjan: Vonarstjarna íslensku varnarinnar og ofurkonan á Akureyri Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2018 15:30 Berglind Þorsteinsdóttir og Martha Hermannsdóttir eru búnar að spila frábærlega. vísir Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Nýliðar HK og KA/Þórs hafa komið skemmtilega á óvart í Olís-deild kvenna í vetur en eftir fyrsta þriðjung deildarinnar er hvorugt liðið í fallsæti. HK er með sex stig en KA/Þór með átta stig. Búist var við litlu af HK sem komst upp í gegnum umspil í vor og bætti litlu við sig eins og KA/Þór. Liðið hefur þvert á móti spilað vel og sérstaklega varnarleikinn þar sem hin 19 ára gamla Berglind Þorsteinsdóttir hefur farið á kostum. Þar fer framtíðar varnarmaður íslenska landsliðsins. „Ég vona að hún haldi rétt á spilunum og bæti sinn leik. Hún var með unglingalandsliðinu í sumar og stóð sig vel þar. Hún var samt skytta en fer minna í skyttuna núna,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í handbolta um Berglindi en hún var sérfræðingur í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. „Mér finnst pínulítið sorglegt að það sé verið að gera varnarmann úr henni strax á meðan hún er svona ung. Ég vil sjá hana fá meiri reynslu í skyttunni því það er geðveikt að geta spilað vörn eins og hún spilar og vera svo líka hávaxin skytta. Þetta er það eina sem truflar mig,“ segir Þorgerður og Ásgeir Jónsson tekur undir þetta. „Þetta er vonarstjarna kvennaboltans sem varnarmaður. Hún er að spila það vel. Það er samt ekki alltaf þannig að leikmenn taki út sinn sóknarþroska fyrir tvítugt. Ég er sammála að það megi ekki bara afskrifa hana þar,“ segir Ásgeir. KA/Þór er búið að vinna sigra á Haukum og Fram og er í fimmta sæti með átta stig. Langbesti leikmaður liðsins er fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir sem hefur farið á kostum. „Hún er að skapa færi þegar að mest á reynir, hún er að gefa stoðsendinar og er mótorinn í varnarleiknum. Hún er verðskuldað besti leikmaður þessara fyrstu sjö umferða. Þetta kemur mér alls ekkert á óvart. Þetta eru gæðin sem að búa í þessum leikmanni,“ segir Ásgeir og Þorgerður er svo sannarlega hrifin af þessum reynslubolta. „Hún er bara ofurkona. Svo er hún svo líka mikill liðsmaður að ég held að það sé ógeðslega gaman að vera með henni í liði. Hún er alltaf að búa til eitthvað fyrir alla í kringum sig og hugsar ekkert um sig í fyrsta sæti. Svo tekur hún sín skot og klárar þau mjög vel. Það er mjög sterkt að vera með svona leikmann í svona liði,“ segir Þorgerður Anna. Alla umræðuna um nýliðana úr uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar um fyrsta þriðjung deildarinnar má sjá hér að neðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00 Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Seinni bylgjan: Ljósið í myrkrinu í Garðabæ og einhæfur sóknarleikur Selfyssinga Seinni bylgjan fór yfir liðin í Olís-deild kvenna í uppgjörsþætti fyrsta þriðjungs. 8. nóvember 2018 14:00
Vonar að fleiri taki sér Hrafnhildi til fyrirmyndar og fari að þjálfa í Olís-deildinni Hrafnhildur Skúladóttir er eina konan sem þjálfar lið í Olís-deild kvenna. 8. nóvember 2018 12:30