Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að þrengja aðgengi að réttarhöldum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 18:30 Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir ekki standa til að takmarka aðgengi á endurriti dóma eða réttarhöldum umfram það sem nú er, í drögum að frumvarpi sem er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Aðeins sé verið að huga að því að nöfn í tilteknum dómsmálum verði ekki birt á Netinu. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur birt til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla og meðferð sakamála þar sem gert er ráð fyrir að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um birtingu dóma og úrskurða allra dómstóla landsins á netinu. Í frumvarpinu segir meðal annars orðrétt:„Dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni, svo sem lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum og nálgunarbann sem og kynferðisbrot skuli ekki birtir, en í Landsrétti og Hæstarétti skuli í slíkum málum birta útdrátt þar sem meðal annars kemur fram á hverju niðurstaðan er reist.” Dómsmálaráðherra segir þörf á að samræma reglur um birtingu dóma á netinu á öllum dómstigum. „Nú er það þannig að Hæstiréttur setur sínar reglur nafnleynd og birtingu og Landsréttur sínar reglur. En það er kveðið á um nafnleynd í lögum hvað varðar héraðsdómana,” segir Sigríður. Með þessu sé ekki verið að útiloka fjölmiðla og aðra frá því fylgjast með réttarhöldum. „Nei alls ekki. Þetta frumvarp lítur bara að birtingu dóma á netinu. Áfram styðjumst við við meginregluna sem er grundvallarregla í íslensku réttarfari og þótt víðar væri leitað; að réttarhöld fara fram fyrir opnum tjöldum almennt,” segir dómsmálaráðherra. Ekki standi til að breyta reglum um aðgang almennings að endurriti sakamála. Hugað sé að vitnum og þolendum sem og að því að nöfn dæmdra manna í vægari sakamálum lifi ekki til allrar framtíðar á netinu þótt dómarnir verði alltaf aðgengilegir. Í frumvarpinu er einnig er kveðið á um að stjórn dómstólasýslunnar setji reglur um myndatökur og hljóðritanir í húsnæði dómstólanna þriggja sem ráðherra gerir ráð fyrir að eigi við um tilteknar aðstæður, sem formaður Blaðamannafélags Íslands hefur gert athugasemdir við. „Menn verða auðvitað að gæta einhvers meðalhófs í því. Menn hafa bent á það, lögmenn sérstaklega, að það er fólki oft mjög þungbært að ganga inn í réttarsal. Mögulega í fyrsta og vonandi í eina sinn sem það gerist; að það taki á móti því myndavélar og annað,” segir Sigríður Andersen. Málið sé til kynningar í samráðsgáttinni til 5. Nóvember og opið fyrir athugasemdum. Breytingar kunni að verða gerðar á frumvarpinu og ekki hafi verið ákveðið hvenær það verði lagt fram.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36 Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Eigi ekki að vera keppikefli að þyngja refsingu sakamanna með nafnbirtingum Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, segir að hún telji að það eigi ekki að vera sérstakt keppikefli að að þyngja refsingu dæmdra manna með því að birta opinberlega um aldur og ævi nöfn þeirra. 23. október 2018 12:36
Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Formaður Blaðamannafélags Íslands segir frumvarp dómsmálaráðherra um að birta ekki dóma í ákveðnum málum og koma á nafnleynd í sakamálum vera afturför. 23. október 2018 11:17