Trump og Pútín stefna á fund í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 23:23 Frá fundi Trump og Pútín í Helsinki. Getty/Chris McGrath Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu. Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ætla sér að funda í Frakklandi í næsta mánuði. Ríkin tvö eiga nú í deilum vegna samkomulags um kjarnorkuvopn sem Trump hefur sagt að Bandaríkin ætli að rifta. Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þeir hittust síðast í Helsinki í Finnlandi í júlí en sá fundur vakti mikla athygli þar sem Trump gróf undan niðurstöðum eigin stjórnvalda vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016. Gagnrýnendur Trump sögðu hann hafa verið undirlægju Pútín og að endingu sagði Trump að hann hefði mismælt sig. Í kjölfar þessa fundar bauð Trump Pútín til Washington. Pútín svaraði og sagðist tilbúinn til að ferðast til Washington en bauð Trump þó að koma í staðinn til Moskvu. Trump sagði við blaðamenn í kvöld að fundurinn í París væri enn ekki staðfestur en að öllum líkindum yrði af honum.Vilja nýtt samkomulag John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu og fór fundarboðið í gegnum hann. Bolton hefur verið að ræða við rússneska embættismenn um kjarnorkuvopnasamkomulagið sem Trump vill rifta.Sjá einnig: Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Trump hefur sagt að Rússar séu að brjóta gegn samkomulaginu og hann vilji gera nýtt við bæði Rússa og Kína, sem er ekki aðili að gamla samkomulaginu. Kínverjar geta því þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar, sem búa má kjarnaoddum, að vild. Verði ekki gert nýtt samkomulag segir Trump að Bandaríkin muni byggja upp vopnabúr sín á nýjan leik. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu.
Bandaríkin Donald Trump Finnland Norðurlönd Rússland Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira