Neytendur smálána með verra fjármálalæsi en almennir neytendur Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2018 11:00 Sigurður Guðjónsson, lektor í viðskiptafræði, segir að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi. Mynd/Sigurður/Fréttablaðið/Stefán Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sigurðar Guðjónssonar, lektor í viðskiptafræði, Kára Kristinssonar, dósents við viðskiptafræðideild HÍ og meistaranemans Davíðs Arnarsonar. Þeir kynntu rannsókn sína á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Sigurður segir að ákveðið hafi verið að ráðast í rannsóknina þar sem það hafi verið neikvæðar fréttir um smálánin og smálánafyrirtækin. Að ungt fólk væri að taka slík lán og lenti í vandræðum. „Við vildum skoða hverjir væru að taka þessi lán, af hverju og hvort ástæðan þess að markaður sé fyrir þessi lán sé sá að neytendur slíkra lána eru ekki læsir á fjármál.“ Hann segir að tveir hópar hafi verið rannsakaðir, annars vegar viðskiptavinir smálánafyrirtækja og hins vegar slembiúrtak úr þjóðskrá. Um 1.200 svör bárust frá fyrrgreinda hópnum og um 850 úr þeim síðari, það er úr könnun Félagsvísindastofnunar.Ungir karlmenn líklegastir Sigurður segir að talsverður munur hafi verið á þessum hópum. „Neytendur smálána eru með verra fjármálalæsi almennt heldur en almennir neytendur. Þeir eru yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.“ Hann segir að það hafi ekki komið á óvart að neytendur smálána væru fyrst og fremst ungir einstaklingar, með lægri tekjur og menntun. „Það má búast við að fólk með meiri menntun sé með meira fjármálalæsi og að eldra fólk viti betur hvernig eigi að taka lán. Það kom hins vegar svolítið á óvart að það væri líklegra að karlkyns einstaklingar taki lán sem þessi.“ Taka smálán til að greiða niður eldri smálán Sigurður segir að einnig hafi verið spurt í hvað þessi lán væru að fara. „Þetta var mikið að fara í almenna neyslu, skemmtanir og slíkt. Lánin fóru líka í að greiða niður önnur smálán. Þannig verður vandræðagangur þar sem það eru svo háir vextirnir á þessum lánum. Viðkomandi tekur svona lán, sem hann hefur í raun ekki efni á, og þannig verður þetta óviðráðanlegt að lokum.“ Hópur sem þyrfti að skoða betur Sigurður segir að í ljósi þess að ungir karlmenn séu líklegri til að taka smálán, þyrfti mögulega að skoða þann hóp betur – unga karlmenn sem standa höllum fæti. „Kannski er honum ekki veitt næg athygli. Það rímar svolítið við fréttir í fjölmiðlum. Að einstaklingar úr þeim hópi séu í neyslu, glími við geðræn vandamál, séu líklegri til að falla úr skóla og svo framvegis. Þetta er hópur sem hefur gleymst svolítið.“ Hann segir alveg ljóst að leggja mætti leggja aukinn þunga í að kenna fjármálalæsi á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. „Það er þegar byrjað á því og er það vel. Það er mikilvægt að taka betur á þessu strax þar – á síðustu árum grunnskólans – áður en fólk nær þeim aldri að geta tekið slík lán.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50 Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ungt fólk í greiðsluvanda vegna smálána Smálán eru ört vaxandi liður í greiðsluerfiðleikum ungs fólks. 26. febrúar 2018 15:50
Skipar vinnuhóp til að skoða starfsemi smálánafyrirtækja Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra, telur að lög sem ætlað var að koma böndum á smálán hafi ekki virkað sem skildi. 9. apríl 2018 20:00
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45