Engin vandamál í Ankara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2018 07:30 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undankeppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörninni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálfleik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörkunum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ellefu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leiknum í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skoraði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guðmundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoðsendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörninni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undankeppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Nú fer öll einbeiting á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira