„4.900 krónu hamborgarinn“ kostar 3.800 Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 14:27 Meint verðlagning á Gígur Restaurant Burger hefur farið fyrir brjóstið á fólki. GIGUR RESTAURANT Umtalaðasti hamborgari landsins þessa dagana er 1.100 krónum ódýrari en upphaflega var gengið út frá. Í umfjöllun vikublaðsins Mannlífs um verðlag í ferðaþjónustu á Íslandi er vitnað til Bandaríkjamanns sem „missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi.“ Því er látið fylgja sögunni að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki gengið að tilboðinu. Allar götur síðan hefur borgarinn verið á milli tannanna á fólki, nú síðast rataði hann í leiðara Fréttablaðsins í morgun sem DV fjallaði svo um í kjölfarið. Þó virðist ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um hamborgarann. Hann kostaði í raun ekki 4.900 krónur eins og upphaflega var talið - heldur 3.800. Borgarinn fæst á veitingastaðnum Gíg sem finna má á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri Laka, telur að umræðan einkennist af því að verið sé að bera saman epli og appelsínur. Borgarinn, sem ber heitið Gígur Restaurant Burger, sé enginn venjulegur hamborgari.Enginn vegaborgari Um sé að ræða 200 grömm af hreinu nautakjöti sem keypt er beint frá býli og unnið frá grunni á veitingastaðnum. Því væri nær að tala um steik í þessu tilfelli en hefðbundinn hamborgara. Þar að auki sé brauðið sem umlykur kjötið bakað á staðnum og hamborgarinn borinn fram með súrum gúrkum, cheddar-osti, rucola-káli, BBQ-sósu og aioli-majónesi. Meðlætið sé að sama skapi heimatilbúið. Lilja segir því tvennt ólíkt að greiða uppsett verð, 3800 krónur, fyrir hamborgarann á Gíg og að borga 1200 krónur fyrir hefðbundinn, 90 gramma borgara sem fá má í öllum vegasjoppum landsins. Aðspurð segist Lilja ekki heldur átta sig á því hvernig hið meinta 4.900 krónu verð er tilkomið, Gígur rukki til að mynda ekki fyrir breytingar á borgaranum eða viðbætur. Hún áætlar því að Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að panta drykk með réttinum. Það kunni að útskýra 1.100 krónu verðmuninn. Lilja tekur undir þær áhyggjur fólks að víða sé verið að okra í íslenskri ferðaþjónustu. Hins vegar þykir henni umræddur hamborgari ekki eiga heima í þeirri umræðu. Þetta sé enginn venjulegur hamborgari. Ferðamennska á Íslandi Matur Neytendur Tengdar fréttir Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Umtalaðasti hamborgari landsins þessa dagana er 1.100 krónum ódýrari en upphaflega var gengið út frá. Í umfjöllun vikublaðsins Mannlífs um verðlag í ferðaþjónustu á Íslandi er vitnað til Bandaríkjamanns sem „missti andlitið þegar hann sá hamborgara seldan á 4.900 krónur á hóteli á Suðausturlandi.“ Því er látið fylgja sögunni að Bandaríkjamaðurinn hafi ekki gengið að tilboðinu. Allar götur síðan hefur borgarinn verið á milli tannanna á fólki, nú síðast rataði hann í leiðara Fréttablaðsins í morgun sem DV fjallaði svo um í kjölfarið. Þó virðist ákveðins misskilnings gæta í umræðunni um hamborgarann. Hann kostaði í raun ekki 4.900 krónur eins og upphaflega var talið - heldur 3.800. Borgarinn fæst á veitingastaðnum Gíg sem finna má á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri. Lilja Hrund Harðardóttir, hótelstjóri Laka, telur að umræðan einkennist af því að verið sé að bera saman epli og appelsínur. Borgarinn, sem ber heitið Gígur Restaurant Burger, sé enginn venjulegur hamborgari.Enginn vegaborgari Um sé að ræða 200 grömm af hreinu nautakjöti sem keypt er beint frá býli og unnið frá grunni á veitingastaðnum. Því væri nær að tala um steik í þessu tilfelli en hefðbundinn hamborgara. Þar að auki sé brauðið sem umlykur kjötið bakað á staðnum og hamborgarinn borinn fram með súrum gúrkum, cheddar-osti, rucola-káli, BBQ-sósu og aioli-majónesi. Meðlætið sé að sama skapi heimatilbúið. Lilja segir því tvennt ólíkt að greiða uppsett verð, 3800 krónur, fyrir hamborgarann á Gíg og að borga 1200 krónur fyrir hefðbundinn, 90 gramma borgara sem fá má í öllum vegasjoppum landsins. Aðspurð segist Lilja ekki heldur átta sig á því hvernig hið meinta 4.900 krónu verð er tilkomið, Gígur rukki til að mynda ekki fyrir breytingar á borgaranum eða viðbætur. Hún áætlar því að Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að panta drykk með réttinum. Það kunni að útskýra 1.100 krónu verðmuninn. Lilja tekur undir þær áhyggjur fólks að víða sé verið að okra í íslenskri ferðaþjónustu. Hins vegar þykir henni umræddur hamborgari ekki eiga heima í þeirri umræðu. Þetta sé enginn venjulegur hamborgari.
Ferðamennska á Íslandi Matur Neytendur Tengdar fréttir Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Græðgi Sú var tíð að Íslendingar voru annálaðir fyrir gestrisni enda lögðu þeir upp úr henni. 11. október 2018 07:00