Spá hressilegri vaxtalækkun Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 11:29 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ritar á vef bankans. „Við spáum því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,5 prósentur þann 20. nóvember en talsverðar líkur eru þó einnig á 0,25 prósentu vaxtalækkun. Líklega mun vegast á annars vegar hjaðnandi verðbólga, kólnandi húsnæðismarkaður og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar óvissa vegna stjórnarslita og verkfalla, seigla í einkaneyslu, allsterkur vinnumarkaður og óstöðugar verðbólguvæntingar.“ Niður fyrir níu prósentin Stýrivextir eru nú níu prósent og munu fara niður fyrir níu prósentin í fyrsta skipti síðan þeir voru hækkaðir upp í 9,25 prósent í ágúst í fyrra, gangi spá Íslandsbanka eftir. Í maí sama ár voru stýrivextir 8,75 prósent. Íslandsbanki telur líklegast að stýrivextir verði lækkaðir niður fyrir þá tölu en einnig sé líklegt að þeir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og verði þeir sömu og í maí í fyrra. Greiningadeildin segir ummæli peningastefnunefndar þegar síðasta vaxtaákvörðun var kynnt, um að þörf sé á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn. Óvissan gæti gert nefndina varkárari en ella Í grein Jóns Bjarka segir að óvissa vegna nýlegra stjórnarslita og yfirvofandi kosninga ásamt yfirstandandi verkföllum hjá allstórum hópi opinbers starfsfólks sé þó líkleg til að gera peningastefnunefndina heldur varkárari en ella við vaxtaákvörðunina nú. Að auki þurfi nefndin að vega saman annars vegar nýlega hjöðnun verðbólgu, kólnandi húsnæðismarkað og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar seiglu í einkaneyslu, allsterkan vinnumarkað og nokkuð sveiflukenndar verðbólguvæntingar. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ritar á vef bankans. „Við spáum því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,5 prósentur þann 20. nóvember en talsverðar líkur eru þó einnig á 0,25 prósentu vaxtalækkun. Líklega mun vegast á annars vegar hjaðnandi verðbólga, kólnandi húsnæðismarkaður og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar óvissa vegna stjórnarslita og verkfalla, seigla í einkaneyslu, allsterkur vinnumarkaður og óstöðugar verðbólguvæntingar.“ Niður fyrir níu prósentin Stýrivextir eru nú níu prósent og munu fara niður fyrir níu prósentin í fyrsta skipti síðan þeir voru hækkaðir upp í 9,25 prósent í ágúst í fyrra, gangi spá Íslandsbanka eftir. Í maí sama ár voru stýrivextir 8,75 prósent. Íslandsbanki telur líklegast að stýrivextir verði lækkaðir niður fyrir þá tölu en einnig sé líklegt að þeir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og verði þeir sömu og í maí í fyrra. Greiningadeildin segir ummæli peningastefnunefndar þegar síðasta vaxtaákvörðun var kynnt, um að þörf sé á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn. Óvissan gæti gert nefndina varkárari en ella Í grein Jóns Bjarka segir að óvissa vegna nýlegra stjórnarslita og yfirvofandi kosninga ásamt yfirstandandi verkföllum hjá allstórum hópi opinbers starfsfólks sé þó líkleg til að gera peningastefnunefndina heldur varkárari en ella við vaxtaákvörðunina nú. Að auki þurfi nefndin að vega saman annars vegar nýlega hjöðnun verðbólgu, kólnandi húsnæðismarkað og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar seiglu í einkaneyslu, allsterkan vinnumarkað og nokkuð sveiflukenndar verðbólguvæntingar.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira