Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 18:06 Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sautján milljónum króna samanborið við 321 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. „Skýrist þessi munur helst af minni tekjum af IoT þjónustu, hærra kostnaðarverði og hærri afskriftum sýningarrétta sem voru lægri á sama tíma í fyrra vegna endursamninga við birgja,“ segir í tilkynningu Sýnar. Í tilkynningunni er bent á að þann 1.október síðastliðinn hafi verið undirritaður kaupsamningur við Hexatronic um hluta af starfsemi Endor, dótturfyrirtæki Sýnar. Viðmiðunardagur viðskiptanna var 20. september en hluti kaupverðsins var greiddur í byrjun október. Fram kemur að árangur félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sé í samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti þann 2. júlí síðastliðinn. Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptisliða, yrði á bilinu 900 til 1100 milljónir króna. „Árangur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins er í samræmi við útgefna afkomuspá fyrir árið 2024 sem við birtum 2. júlí síðastliðinn en afkomuspá fyrir árið 2024 gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) yrði á bilinu 900-1.100 m.kr. án leiðréttinga vegna einskiptisliða. Við reiknum með að ná þessu markmiði en að niðurstaðan verði nær neðri mörkum sem gefin voru upp í afkomuspánni. Ástæður þess eru einna helst ákvarðanir sem teknar voru á fjórðungnum hvað varðar minnkandi eignfærslu launa og upphreinsun á eldri farsímalager í eigu félagsins. Félagið er einnig á réttri leið með að ná markmiðum sínum í skilvirkni en markmiðið er að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024 sem ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án annara verkefna sem koma inn á því ári. Við erum fullviss um að ná því markmiði einnig,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar. „Eins og áður hefur komið fram hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki verið að fullu innleiddar inn í rekstur félagsins. Nýir stjórnendur komu inn á þessu ári og höfum við notað tímann vel í að kynnast félaginu en ekki síður tekið metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar.“ Herdís segir að nýtt skipurit endurspegli áherslur félagsins í þeim verkefnum sem framundan eru, og þau muni hjálpa félaginu að ná betri árangri í þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. „Ég er þess fullviss um að ný áhersla okkar og átak í djúpri samþættingu og einföldun innan Sýnar muni leggja grunninn að sjálfbærum langtíma hagnaði og vexti. Við höfum unnið markvisst að mótun nýrrar stefnu Sýnar síðustu mánuði þar sem helstu drifkraftar eru skilvirkni, vöxtur og samvinna og lítum björtum augum til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sautján milljónum króna samanborið við 321 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. „Skýrist þessi munur helst af minni tekjum af IoT þjónustu, hærra kostnaðarverði og hærri afskriftum sýningarrétta sem voru lægri á sama tíma í fyrra vegna endursamninga við birgja,“ segir í tilkynningu Sýnar. Í tilkynningunni er bent á að þann 1.október síðastliðinn hafi verið undirritaður kaupsamningur við Hexatronic um hluta af starfsemi Endor, dótturfyrirtæki Sýnar. Viðmiðunardagur viðskiptanna var 20. september en hluti kaupverðsins var greiddur í byrjun október. Fram kemur að árangur félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sé í samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti þann 2. júlí síðastliðinn. Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptisliða, yrði á bilinu 900 til 1100 milljónir króna. „Árangur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins er í samræmi við útgefna afkomuspá fyrir árið 2024 sem við birtum 2. júlí síðastliðinn en afkomuspá fyrir árið 2024 gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) yrði á bilinu 900-1.100 m.kr. án leiðréttinga vegna einskiptisliða. Við reiknum með að ná þessu markmiði en að niðurstaðan verði nær neðri mörkum sem gefin voru upp í afkomuspánni. Ástæður þess eru einna helst ákvarðanir sem teknar voru á fjórðungnum hvað varðar minnkandi eignfærslu launa og upphreinsun á eldri farsímalager í eigu félagsins. Félagið er einnig á réttri leið með að ná markmiðum sínum í skilvirkni en markmiðið er að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024 sem ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án annara verkefna sem koma inn á því ári. Við erum fullviss um að ná því markmiði einnig,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar. „Eins og áður hefur komið fram hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki verið að fullu innleiddar inn í rekstur félagsins. Nýir stjórnendur komu inn á þessu ári og höfum við notað tímann vel í að kynnast félaginu en ekki síður tekið metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar.“ Herdís segir að nýtt skipurit endurspegli áherslur félagsins í þeim verkefnum sem framundan eru, og þau muni hjálpa félaginu að ná betri árangri í þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. „Ég er þess fullviss um að ný áhersla okkar og átak í djúpri samþættingu og einföldun innan Sýnar muni leggja grunninn að sjálfbærum langtíma hagnaði og vexti. Við höfum unnið markvisst að mótun nýrrar stefnu Sýnar síðustu mánuði þar sem helstu drifkraftar eru skilvirkni, vöxtur og samvinna og lítum björtum augum til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent