Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2024 14:25 Fulltrúar nokkurra stofnananna á kynningarfundi í morgun. HMS Opnaður hefur verið nýr vefur sem nýtist neytendum til að varast gallaðar og hættulegar vörur. Vefurinn nefnist Vöruvaktin og þar er að finna ítarlegar upplýsingar um til dæmis hættuleg raftæki, leikföng og öryggisbúnað barna sem búið er að vara neytendur við að kaupa. Að Vöruvaktinni standa níu ólíkar stofnanir sem sinna eftirliti með vörum hérlendis. Í fréttatilkynningu um vefinn segir að eftirlit með því að vörur uppfylli þær kröfur sem gerðar eru hér á landi sé í dag í höndum níu ólíkra eftirlitsstofnana. Hver stofnun sé með sérþekkingu á viðkomandi sviði en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, beri ábyrgð á samræmingu alls markaðseftirlits í landinu í samvinnu við hinar stofnanirnar. Allar upplýsingar á einum stað og hægt að koma ábendingum á framfæri Á grundvelli þessarar samvinnu hafi eftirlitsstofnanirnar níu nú sameinast um einn vettvang til að miðla til neytenda upplýsingum um öryggi og gera þeim kleift að sneiða hjá hættulegum vörum. Með tilkomu Vöruvaktarinnar sé auðveldara en áður fyrir neytendur að finna allar slíkar upplýsingar á einum stað. Einnig geti almenningur í gegnum Vöruvaktina komið á framfæri eigin ábendingum um hættulegar eða ólöglegar vörur. Að Vöruvaktinni standi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ÁTVR, Geislavarnir ríkisins, Neytendastofa, Fjarskiptastofa, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Lyfjastofnun og Vinnueftirlitið. Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í fréttatilkynningu um vefinn segir að eftirlit með því að vörur uppfylli þær kröfur sem gerðar eru hér á landi sé í dag í höndum níu ólíkra eftirlitsstofnana. Hver stofnun sé með sérþekkingu á viðkomandi sviði en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, beri ábyrgð á samræmingu alls markaðseftirlits í landinu í samvinnu við hinar stofnanirnar. Allar upplýsingar á einum stað og hægt að koma ábendingum á framfæri Á grundvelli þessarar samvinnu hafi eftirlitsstofnanirnar níu nú sameinast um einn vettvang til að miðla til neytenda upplýsingum um öryggi og gera þeim kleift að sneiða hjá hættulegum vörum. Með tilkomu Vöruvaktarinnar sé auðveldara en áður fyrir neytendur að finna allar slíkar upplýsingar á einum stað. Einnig geti almenningur í gegnum Vöruvaktina komið á framfæri eigin ábendingum um hættulegar eða ólöglegar vörur. Að Vöruvaktinni standi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ÁTVR, Geislavarnir ríkisins, Neytendastofa, Fjarskiptastofa, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Lyfjastofnun og Vinnueftirlitið.
Neytendur Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira