Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2024 14:07 Þegar Friðrik settist á konungsstól þann 14. janúar síðastliðinn voru 104 dönsk fyrirtæki og fimm erlend fyrirtæki sem voru með stöðu og leyfi til að titla sig sem „konunglegur birgðasali“. EPA Danska konungshöllin hefur gefið út að frá og með árinu 2030 megi dönsk fyrirtæki ekki lengur merkja vörur sínar með kórónu með skilaboðum um að framleiðandinn sé „konunglegur birgðasali“, eða „Kongelig Hofleverandør“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni þar sem segir að til standi að láta fyrirtækin losa sig við merkingarnar í fösum fram til ársloka 2029. Ástæðan sé að merkingarnar eigi ekki lengur erindi á þessum tímum. Meðal fyrirtækja sem falla undir þetta eru Arla, Tuborg, Illums, Kay Bojesen, Anthon Berg, Georg Jensen, Jysk, Magasin du Nord, Michelen, Tuborg og Carlsberg. Sjá má listann í heild sinni á heimasíðu dönsku konungshallarinnar. Þegar Friðrik settist á konungsstól þann 14. janúar síðastliðinn voru 104 dönsk fyrirtæki og fimm erlend fyrirtæki sem voru með stöðu og leyfi til að titla sig sem „konunglegur birgðasali“ og hafa í skjóli þessa haft leyfi til að vera með danska kórónu á vörum sínum. Í yfirlýsingu konungshallarinnar segir að nú séu það afskaplega fá þessara fyrirtækja sem þjónusti eða afhendi konungshöllinni vörur og eigi þetta því ekki lengur við. Konungshöllin muni þó halda áfram að styðja við danskt atvinnulíf, meðal annars með þátttöku í ráðstefnum og annars konar stuðningi á erlendri grund. Áður hefur verið talsverð umræða í Danmörku þar sem konungshöllin hefur verið hvött til að svipta áfengisframleiðendum slíkum merkingum, þar með talið Carlsberg, Kjær og Sommerfeldt og De Danske Spritfabrikker. Danmörk Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni þar sem segir að til standi að láta fyrirtækin losa sig við merkingarnar í fösum fram til ársloka 2029. Ástæðan sé að merkingarnar eigi ekki lengur erindi á þessum tímum. Meðal fyrirtækja sem falla undir þetta eru Arla, Tuborg, Illums, Kay Bojesen, Anthon Berg, Georg Jensen, Jysk, Magasin du Nord, Michelen, Tuborg og Carlsberg. Sjá má listann í heild sinni á heimasíðu dönsku konungshallarinnar. Þegar Friðrik settist á konungsstól þann 14. janúar síðastliðinn voru 104 dönsk fyrirtæki og fimm erlend fyrirtæki sem voru með stöðu og leyfi til að titla sig sem „konunglegur birgðasali“ og hafa í skjóli þessa haft leyfi til að vera með danska kórónu á vörum sínum. Í yfirlýsingu konungshallarinnar segir að nú séu það afskaplega fá þessara fyrirtækja sem þjónusti eða afhendi konungshöllinni vörur og eigi þetta því ekki lengur við. Konungshöllin muni þó halda áfram að styðja við danskt atvinnulíf, meðal annars með þátttöku í ráðstefnum og annars konar stuðningi á erlendri grund. Áður hefur verið talsverð umræða í Danmörku þar sem konungshöllin hefur verið hvött til að svipta áfengisframleiðendum slíkum merkingum, þar með talið Carlsberg, Kjær og Sommerfeldt og De Danske Spritfabrikker.
Danmörk Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur