Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 10:21 Kennarar eru á meðal þeirra opinberu starfsmanna sem hafa enn ekki gert kjarasamning. Hér sjást þeir mótmæla Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í ráðhúsinu í haust. Vísir/Vilhelm Enn er ósamið við um fjörutíu prósent opinbera vinnumarkaðarins á sama tíma og samningum við allflest launafólk á almennum markaði er lokið. Fyrir vikið hefur kaupmáttur fólks á opinbera markaðinum rýrnað eða staðið í stað á meðan hann hefur aukist aðeins á þeim almenna. Langtímasamningar hafa verið undirritaðir við 80-90 prósent launafólks á vinnumarkaði í samningalotu sem hófst í febrúar, að því er kemur fram í haustskýrslu kjaratölfræðinefndar. Það er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Áætlað er að ósamið sé við um 24 þúsund manns á opinbera markaðnum, þar á meðal ríflega helming launafólks innan BHM, öll aðildarfélag Kennarasambands Íslands auk lækna og hjúkrunarfræðinga sem standa utan heildarsamtaka. Misræmið í hvers langt samningagerð er komin á almenna markaðnum annars vegar og þeim opinbera hins vegar þýðir að launaþróun er ólík á milli þeirra. Á almenna markaðnum hækkaði grunntímakaup um 5,2 prósent frá febrúar til júlí. Hækkunin nam 2,9 prósentum hjá Reykjavíkurborg og rúmlega tveimur prósentum hjá ríki og sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Kaupmáttur grunntímakaupsins jókst um 1,5 prósent á tímabilinu, mest á almenna markaðnum þar sem samningum allflestra var lokið. Á sama tíma rýrnaði kaupmáttur á opinbera markaðnum eða stóð í stað þar sem enn er ósamið við stóra hópa. Almennt jókst kaupmáttur launa um 0,5 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Vegna hárra vaxta og verðbólgu dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna aftur á móti lítillega saman. Dregur úr mun á lægstu og hæstu launum Blönduð leið krónutölu- og prósentuhækkana sem urðu fyrir valinu í þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir er sögð hafa skilað hlutfallslega meiri hækkunum á lægri laun. Þessi áhersla undanfarin ár hafi leitt til þess að munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði hafi dregist saman og tíundastuðlar lækkað markvert. Regluleg laun allra fullvinnandi á vinnumarkaði voru 821.000 krónur að meðaltali í maí. Hæst voru meðallaunin á almenna vinnumarkaðnum, hvort sem litið var til grunnlauna, reglulegra launa eða reglulegra heildarlauna. Launadreifing var aftur á móti meiri á almennum markaði en hjá því opinbera. Þótt verðbólga fari lækkandi eru ekki horfur á að hún fari niður í þau mörk sem Seðlabankinn telur ásættanleg fyrr en eftir tvö ár.Vísir/Vilhelm Vaxtagjöld vaxandi hluti af ráðstöfunartekjum Um stöðu efnahagsmála almennt segir í skýrslunni að hægt hafi á efnahagslegum umsvifum eftir þrjú ár af kröftugum hagvexti. Útlit sé fyrir óverulegan hagvöxt í ár. Þótt verðbólga hafi farið hratt lækkandi undanfarna mánuði sé ekki útlit fyrir að hún nálgist markmið Seðlabankans fyrr en undir lok árs 2026. Framleiðni vinnuafls á landinu hefur aukist um 1,8 prósent að meðaltali á ári síðustu fimm árin og er það sagt mun meira en annars staðar á Norðurlöndunum. Mest framleiðniaukning hefur orðið í verslun og sjávarútvegi en minnst í iðnaði og byggingarstarfsemi. Hlutdeild launafólks í verðmætasköðun hagkerfisins hefur á sama tíma lækkað um 1,2 prósentustig síðustu fimm árin. Eiginfjárstaða heimila er sögð hafa batnað og skuldastaða þeirra almennt góð í sögulegu samhengi. Mikill munur sé þó á stöðu heimila á eigna- og leigumarkaði. Vaxtagjöld sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hjá heimilum með íbúðalán hafa farið vaxandi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Ein mesta atvinnuþátttaka innflytjenda innan OECD Dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði með hægari efnahagsumsvifum. Starfandi fólki fjölgar hægar en undanfarið þótt atvinnuleysi sé áfram lágt og atvinnuþáttaka sé mikil. Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað ört. Þeir eru nú tæplega fjórðungur starfandi fólks en voru sex prósent fyrir tuttugu árum. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú mesta á meðal OECD-þjóða og lítll munur er á hlutfalli starfandi innflytjenda og þeirra sem eru fæddir á landinu. Þá eru innflytjendur á Íslandi vel menntaðir borið saman við önnur lönd og algengara að þeir sinni starfi sem er ekki í samræmi við menntunarstig þeirra en fólk með íslenskan bakgrunn. Íslenskukunnátta innflytjenda er þó sögð lítil í samanburði við kunnáttu á tungumálu búseturíkis í öðrum OECD-ríkjum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Langtímasamningar hafa verið undirritaðir við 80-90 prósent launafólks á vinnumarkaði í samningalotu sem hófst í febrúar, að því er kemur fram í haustskýrslu kjaratölfræðinefndar. Það er samstarfsnefnd ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka á vinnumarkaði um gerð og hagnýtingu talnaefnis um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum. Áætlað er að ósamið sé við um 24 þúsund manns á opinbera markaðnum, þar á meðal ríflega helming launafólks innan BHM, öll aðildarfélag Kennarasambands Íslands auk lækna og hjúkrunarfræðinga sem standa utan heildarsamtaka. Misræmið í hvers langt samningagerð er komin á almenna markaðnum annars vegar og þeim opinbera hins vegar þýðir að launaþróun er ólík á milli þeirra. Á almenna markaðnum hækkaði grunntímakaup um 5,2 prósent frá febrúar til júlí. Hækkunin nam 2,9 prósentum hjá Reykjavíkurborg og rúmlega tveimur prósentum hjá ríki og sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Kaupmáttur grunntímakaupsins jókst um 1,5 prósent á tímabilinu, mest á almenna markaðnum þar sem samningum allflestra var lokið. Á sama tíma rýrnaði kaupmáttur á opinbera markaðnum eða stóð í stað þar sem enn er ósamið við stóra hópa. Almennt jókst kaupmáttur launa um 0,5 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Vegna hárra vaxta og verðbólgu dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna aftur á móti lítillega saman. Dregur úr mun á lægstu og hæstu launum Blönduð leið krónutölu- og prósentuhækkana sem urðu fyrir valinu í þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir er sögð hafa skilað hlutfallslega meiri hækkunum á lægri laun. Þessi áhersla undanfarin ár hafi leitt til þess að munur á hæstu og lægstu launum á vinnumarkaði hafi dregist saman og tíundastuðlar lækkað markvert. Regluleg laun allra fullvinnandi á vinnumarkaði voru 821.000 krónur að meðaltali í maí. Hæst voru meðallaunin á almenna vinnumarkaðnum, hvort sem litið var til grunnlauna, reglulegra launa eða reglulegra heildarlauna. Launadreifing var aftur á móti meiri á almennum markaði en hjá því opinbera. Þótt verðbólga fari lækkandi eru ekki horfur á að hún fari niður í þau mörk sem Seðlabankinn telur ásættanleg fyrr en eftir tvö ár.Vísir/Vilhelm Vaxtagjöld vaxandi hluti af ráðstöfunartekjum Um stöðu efnahagsmála almennt segir í skýrslunni að hægt hafi á efnahagslegum umsvifum eftir þrjú ár af kröftugum hagvexti. Útlit sé fyrir óverulegan hagvöxt í ár. Þótt verðbólga hafi farið hratt lækkandi undanfarna mánuði sé ekki útlit fyrir að hún nálgist markmið Seðlabankans fyrr en undir lok árs 2026. Framleiðni vinnuafls á landinu hefur aukist um 1,8 prósent að meðaltali á ári síðustu fimm árin og er það sagt mun meira en annars staðar á Norðurlöndunum. Mest framleiðniaukning hefur orðið í verslun og sjávarútvegi en minnst í iðnaði og byggingarstarfsemi. Hlutdeild launafólks í verðmætasköðun hagkerfisins hefur á sama tíma lækkað um 1,2 prósentustig síðustu fimm árin. Eiginfjárstaða heimila er sögð hafa batnað og skuldastaða þeirra almennt góð í sögulegu samhengi. Mikill munur sé þó á stöðu heimila á eigna- og leigumarkaði. Vaxtagjöld sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hjá heimilum með íbúðalán hafa farið vaxandi, sérstaklega á meðal ungs fólks. Ein mesta atvinnuþátttaka innflytjenda innan OECD Dregið hefur úr spennu á vinnumarkaði með hægari efnahagsumsvifum. Starfandi fólki fjölgar hægar en undanfarið þótt atvinnuleysi sé áfram lágt og atvinnuþáttaka sé mikil. Innflytjendum á vinnumarkaði hefur fjölgað ört. Þeir eru nú tæplega fjórðungur starfandi fólks en voru sex prósent fyrir tuttugu árum. Atvinnuþátttaka innflytjenda á Íslandi er ein sú mesta á meðal OECD-þjóða og lítll munur er á hlutfalli starfandi innflytjenda og þeirra sem eru fæddir á landinu. Þá eru innflytjendur á Íslandi vel menntaðir borið saman við önnur lönd og algengara að þeir sinni starfi sem er ekki í samræmi við menntunarstig þeirra en fólk með íslenskan bakgrunn. Íslenskukunnátta innflytjenda er þó sögð lítil í samanburði við kunnáttu á tungumálu búseturíkis í öðrum OECD-ríkjum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira