Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 14:57 Aldís Hilmarsdóttir Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00