Versti skatturinn Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. október 2018 09:00 Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar