Laxeldið og leiga fyrir náttúruafnot Þórólfur Matthíasson skrifar 18. október 2018 07:00 Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Norska fiskistofan og norska sjávarútvegsráðuneytið stóðu sumarið 2018 að uppboði á heimildum til kvíaeldis á laxi á völdum stöðum meðfram strandlengju Noregs. Staðsetningar mögulegra kvía voru frá landamærum Noregs og Svíþjóðar í suðri til strandlengjunnar á Austur-Finnmörku í norðri. Fjórtán fyrirtæki fengu leyfi og greiddu einskiptisupphæð frá 1,8 milljónum íslenskra króna til 3,2 milljóna fyrir heimild til að setja upp kvíar með afkastagetu sem svarar til framleiðslu eins tonns af sláturlaxi á ári (NOK 132.000 til 233.000 per tonn sem slátrað er). Til samanburðar má nefna að fyrirtæki sem starfa á Íslandi greiða tæplega 2.000 íslenskar krónur á ári á hvert heimilað framleiðslutonn í Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem jafngildir einskiptisgreiðslu að upphæð 20.000 krónur Verðið sem norsku fyrirtækin buðu fyrir framleiðsluréttinn var lægst á jaðarsvæðunum við Svíþjóð og í Finnmörku, en hæst um miðbik Noregs, en þar eru aðstæður ekki ólíkar því sem er í íslensku fjörðunum fyrir austan og vestan. Verðmæti tekinna tilboða nam 40 milljörðum íslenskra króna. Fjármunirnir munu renna inn í Kvíaeldissjóðinn (Havbruksfondet) sem ráðstafar 80% af tekjum sínum til sveitarfélaga þar sem laxeldi er stundað. Til samanburðar ráðstafar Umhverfissjóður sjókvíaeldis á Íslandi drjúgum hluta fjármagns síns í styrki til fiskeldisfyrirtækjanna sjálfra eða samstarfsaðila þeirra. Laxeldi kallar á margháttaðar fjárfestingar af hálfu þeirra sveitarfélaga þar sem starfsemin á sér stað. Fjölgi fólki í sveitarfélaginu vegna aðflutnings starfsfólks í tengslum við laxeldið þarf að byggja leiguíbúðir, stækka eða bæta grunn- og leikskóla. Jafnframt þarf sveitarfélagið að koma á vöktunarferli þar sem fylgst er með umhverfisgæðum, bæði á landi, í lofti og á láði. Það eru því sterk rök fyrir að fara þá leið sem Norðmenn hafa nú farið varðandi gjaldtöku af laxeldinu. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að auka heimildir sjávarútvegsráðherra til að veita fiskeldisfyrirtækjum skammtíma rekstrarleyfi. Tilefni leyfisveitingarinnar eru ákvarðanir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi fyrri leyfisútgáfu ekki standast með hliðsjón af gildandi reglum. Með hliðsjón af niðurstöðum úr uppboði sumarsins í Noregi á þarlendum kvíaeldisleyfum má ætla að verðmæti þeirrar aðstöðu sem Arctic Sea Farm og Fjarðalax vilja nýta í Patreksfirði og Tálknafirði (framleiðslugeta upp á 17.500 tonn samtals) nemi á bilinu 31 til 56 milljörðum króna. Sem er 100 til 150 sinnum hærri upphæð en greidd er til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis.Til samanburðar má nefna að útgjöld vegna stofnframkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum námu rúmum 19 milljörðum á árabilinu 2005 til 2016. Mögulegur umframarður af fiskeldinu gæti því greitt vegagerð á Vestfjörðum í 10 til 20 ár. Nú þegar sjávarútvegsráðherra hefur opnað á endurskoðun stjórnsýslu sem tengist laxeldinu er eðlilegt að Alþingi taki gjaldtöku í greininni til sérstakrar skoðunar. Þar sem greinin er í uppbyggingarferli mætti hugsa sér að haga gjaldtöku hér með öðrum hætti en í Noregi. Þannig mætti horfa til aflaskiptakerfis sjómanna og ákveða að fastur hundraðshluti af sölutekjum laxeldisfyrirtækja gengi til íslensks kvíaeldissjóðs. Þegar aukin reynsla fæst af rekstri laxeldisins, bæði hvað varðar umhverfismál og aðra rekstrarþætti mætti endurskoða hvort tveggja, rekstrarleyfin og gjaldtökuna.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun