Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 18. október 2018 06:00 Svo virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum. Svo virðist sem eftirlit með þessum öflugustu vopnum í einkaeigu hér á landi sé lítið sem ekkert. Hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Samtökin Jarðvinir lögðu fram kæru vegna veiða fyrirtækisins á blendingshvölum. Í framhaldinu hafa Jarðvinir óskað gagna um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum sem notaðar eru. Eru þetta 90 mm Kongsbert-skutulbyssur, sérhannaðar til hvalveiða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem annast skráningu vopna, segir byssurnar ekki hafa verið skráðar í kerfi lögreglunnar. „Í tilefni af fyrirspurninni leitaði embætti LRH umræddra leyfa en þau fundust ekki á pappírsformi,“ segir í svari embættisins. „Hafa verður í huga að skip fyrirtækisins komu til landsins árið 1964 og 1965 ásamt umræddum byssum.“ Þá virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum sjálfum. Lögreglan tekur vopnin ekki út reglulega og bæði Vinnueftirlitið og Samgöngustofa segja eftirlitið ekki á sinni könnu. Vinnueftirlitið fer aðeins með eftirlit með skotfærunum sjálfum en öflug sprengihleðsla gerir það að verkum að meðhöndlun skotfæranna fellur undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna. Þar sem svo langt er síðan byssurnar komu til landsins hefur LRH ákveðið að skrá vopn Hvals hf. í bækur sínar. „Ekki verður annað séð en að skutulbyssur fyrirtækisins hafi verið fluttar til landsins á sínum tíma í samræmi við þágildandi lög og reglur og hafa þær því verið skráðar í rafræna skotvopnaskrá RLS.“ Á þessu ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð um hvalveiðar þess efnis að krefjast ekki lengur yfirbyggðs skurðflatar við langreyðarveiðar eins og krafist hafði verið í langan tíma. Hvalur hf. fór aldrei að þessari reglugerð og Matvælastofnun gerði aldrei alvarlega athugasemd við atvikin.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36