Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 21:01 Cristiano Ronaldo hefur neitað ásökununum. Vísir/Getty Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur „miklar áhyggjur“ af þeim „truflandi ásökunum“ sem hafa verið bornar á portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. Hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. Þetta kemur fram í svari Nike við fyrirspurn AP fréttastofunnar. Nike kveðst fylgjast grannt með framvindu mála. Mayorga hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og farið fram á skaðabætur. Segir hún að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að ræða ekki um atburði kvöldsins sé ógilt. Lögregla í Las Vegas staðfesti á þriðjudag að rannsókn á málinu hafi verið tekin upp að nýju.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“Hinn 33 ára Ronaldo, sem hefur verið á mála hjá Nike frá árinu 2003 og verið áberandi í auglýsingaherferðum fyrirtækisins, hefur hafnað ásökunum Mayorga. Samningur Ronaldo og Nike ku vera í kringum eins milljarðs Bandaríkjadala virði. Félagslið hans, Juventus frá Torínó á Ítalíu, lýsti fyrr í dag yfir stuðningi við leikmanninn. Segir félagið að Ronaldo hafi á síðustu mánuðum sýnt fram á mikla fagmennsku og að hann sé mikils metinn hjá félaginu..@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Ennfremur segir að meintir atburðir, sem eiga að hafa gerst fyrir tíu árum síðan, breyti ekki þeirri skoðun. Allir þeir sem hafi komist í kynni við „þennan mikla meistara“ séu á sama máli. Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madríd í sumar.The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fyrr í dag var greint frá því að Ronaldo hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Portúgals vegna komandi leikja gegn Póllandi og Skotlandi. MeToo Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Bandaríski íþróttavörurisinn Nike hefur „miklar áhyggjur“ af þeim „truflandi ásökunum“ sem hafa verið bornar á portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. Hann hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. Þetta kemur fram í svari Nike við fyrirspurn AP fréttastofunnar. Nike kveðst fylgjast grannt með framvindu mála. Mayorga hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo og farið fram á skaðabætur. Segir hún að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi þiggja fé fyrir að ræða ekki um atburði kvöldsins sé ógilt. Lögregla í Las Vegas staðfesti á þriðjudag að rannsókn á málinu hafi verið tekin upp að nýju.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“Hinn 33 ára Ronaldo, sem hefur verið á mála hjá Nike frá árinu 2003 og verið áberandi í auglýsingaherferðum fyrirtækisins, hefur hafnað ásökunum Mayorga. Samningur Ronaldo og Nike ku vera í kringum eins milljarðs Bandaríkjadala virði. Félagslið hans, Juventus frá Torínó á Ítalíu, lýsti fyrr í dag yfir stuðningi við leikmanninn. Segir félagið að Ronaldo hafi á síðustu mánuðum sýnt fram á mikla fagmennsku og að hann sé mikils metinn hjá félaginu..@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Ennfremur segir að meintir atburðir, sem eiga að hafa gerst fyrir tíu árum síðan, breyti ekki þeirri skoðun. Allir þeir sem hafi komist í kynni við „þennan mikla meistara“ séu á sama máli. Ronaldo gekk til liðs við Juventus frá Real Madríd í sumar.The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2— JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fyrr í dag var greint frá því að Ronaldo hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Portúgals vegna komandi leikja gegn Póllandi og Skotlandi.
MeToo Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Ronaldo ítrekaði sakleysi sitt á Twitter Cristiano Ronaldo hefur hingað til ekkert tjáð sig um nauðgunarásakanir í sinn garð en rauf þögnina í dag. 3. október 2018 15:37
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent