„Ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2018 10:32 Helena Bonham Carter er ein þekktasta leikkona Breta. vísir/getty Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“ MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Leikkonan Helena Bonham Carter segir að það hafi ekki verið auðvelt að neita kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um hluti þar sem hætt var við að hún myndi missa vinnuna. Í ítarlegu viðtali við The Guardian segist hún hafa vitað að hún væri að á hálum ís þegar hún sagði nei við Weinstein þó að hún sé ekki að vísa í kynferðisofbeldi heldur eineltistilburði framleiðandans. MeToo-byltingin hófst fyrir um ári síðan eftir að konur í skemmtanabransanum stigu fram í fjölmiðlum og sögðu frá kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Weinstein. Bonham Carter segir að henni MeToo-byltingin góð en að það þurfi að gæta varkárni. „Þú þarft að vera mjög nákvæm í því hvað viðkomandi hefur gert til að stíga fram og ásaka þá um eitthvað. Það þarf að bera virðingu fyrir #MeToo,“ segir Bonham Carter. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Sýndi enga virðingu í samskiptum Þegar blaðamaður Guardian spyr hana síðan um Weinstein segir hún: „Enginn er bara vondur og enginn er bara góður. Weinstein var snjall. Það eru margar ástæður fyrir því hvað hann var valdamikill. Hann vissi til dæmis hvernig hann ætti að færa þér Óskarstilnefningu. Báðar mínar tilnefningar eru vegna hans og svo er hann með frábæran smekk á kvikmyndum.“ Bonham Carter segir hins vegar að henni hafi þótt óhugnanlegt hvernig hann kom fram við sumt fólk. „Hann sýndi enga virðingu. Það voru atvik þar sem ég var ósátt við hegðun hans, og þá er ég ekki að meina kynferðislega,“ segir Bonham Carter og segist vera að vísa í eineltistilburði Weinstein. „Það voru stundir þar sem hann bað mig um að gera tiltekna hluti og ég sagði nei. Ég var á hálum ís. Það var ekki auðvelt að standa uppi í hárinu á Weinstein því ég vissi að ég gæti mögulega misst vinnuna.“ Hélt aldrei að hegðun Weinstein myndi koma honum í koll Aðspurð hvers vegna hún hafi getað staðið uppi í hárinu á honum þegar aðrir gátu það ekki segist hún hafa þá þegar átt feril. „Ég var í vinnu hjá öðrum. Ég þurfti ekki að stóla á hann.“ Bonham Carter segist ekki hafa talið að hegðun Weinstein myndi nokkurn tímann koma honum í koll, eins og raunin hefur verið, en hann var fyrr á árinu ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot af lögregluyfirvöldum í New York. Hann hafi verið of valdamikill. Hún segist hafa heyrt af því að hann hafi sofið hjá tilteknum leikkonum en segist hafa haldið að það hafi verið með samþykki kvennanna. Þá segir Bonham Carter að reynsla hennar hafi ekki orðið til þess að hana langaði ekki til þess að vinna með Weinstein. „Nei, þetta eru viðskipti.“
MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. 25. september 2018 20:49